Innlent

Grillið komið í leitirnar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þjófarnir sem tóku grillið skildu ekkert eftir nema gaskútinn. Nú er grillið komið í leitirnar.
Þjófarnir sem tóku grillið skildu ekkert eftir nema gaskútinn. Nú er grillið komið í leitirnar.
Grillinu sem var stolið úr Iðjubergi, vinnustofu fyrir einhverfa, í gær er komið í leitirnar. Því hafði verið komið fyrir í dæluskúr í Elliðaárdal.

„Nokkrir menn hjá Orkuveitunni fóru að athuga innbrot í dæluskúr í gær, en þar var búið að koma grillinu fyrir. Þeir höfðu þá séð fréttina á Vísi.is  og kveiktu því strax á perunni þegar þeir sáu grillið í dæluskúrnum. Þeir komu svo hingað til að láta okkur bera kennsl á grillið og við þekktum það strax, þetta var grillið okkar,“ segir Margrét Reynisdóttir, matráðskona í Iðjubergi.

Búið er að koma grillinu fyrir í læstri geymslu til að ganga úr skugga um að því verði ekki stolið aftur. Starfsfólk og þjónustuþegar Iðjubergs höfðu þó tekið gleði sína áður en grillinu var skilað til síns heima, en þrjú fyrirtæki höfðu sett sig í samband við vinnustofuna og boðist til að gefa þeim nýtt grill, en slíkt kostar  um 100 þúsund krónur. Margrét segir alla mjög þakkláta.

„Við viljum bara þakka Húsasmiðjunni, Víkurverki og veitingastaðnum 73 kærlega fyrir hlýhuginn. Það stóðu allir með okkur, þjóðin er svo samheldin þegar svona mál koma upp.“ segir Margrét að lokum.


Tengdar fréttir

Stálu grilli frá einhverfum

Þjófar stálu nýju grilli úr Iðjubergi, vinnustofu sem veitir fólki með einhverfa fötlun vinnu. "Starfsfólkið og þjónustuþegar eru í miklu sjokki," segir matráðurinn í Iðjubergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×