Segir aðferðir lögreglunnar hættulegar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2013 19:35 Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira