Segir aðferðir lögreglunnar hættulegar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2013 19:35 Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrrverandi lögreglumaður, segir handtökuaðferðir lögreglunnar geta í mörgum tilvikum verið hættulegar. Hugmyndir hans um betri tækni fengu ekki hljómgrunn hjá Lögregluskólanum. Málið hófst um síðastliðna helgi þegar ung kona sætti heldur harkalegri handtöku lögreglumanns í miðbænum. Ríkissaksóknar rannsakar nú málið og umboðsmaður Alþingis hefur einnig óskað eftir upplýsingum um handtökuna. Konan sagði í samtali við fréttablaðið í dag að hún ætli að leita réttar síns í málinu. Málið sem hófst við gula bekkinn á Laugaveginum er þó hvergi nærri lokið. Nú er rætt um sjálfar handtökuaðferðir lögreglunnar. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og annar stofnenda Mjölnis, viðraði á sínum tíma hugmyndir um að innleiða bandaríska handtökutækni sem þykir ekki jafn róttæk og sú norska. „Ef þú ert að æfa bardagaíþróttir og það á móti fólki með fulla mótspyrnu þá myndirðu aldrei nota þessi tök sem kennd eru í norsku aðferðinni, þau einfaldlega virka ekki," segir Jón Viðar, sem sér meðal annars um að þjálfa víkingasveit lögreglunnar.Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt.MYND/PJETUR Jón Viðar skrifaði grein um STL handtöku- og yfirbugunarkerfið í tímarit Lögreglumanna árið 2007. Þá var hann nemi í Lögregluskólanum og hugnaðist ekki sú þróun sem orðið hafði í handtökuaðferðum lögreglunnar. STL þykir afar einföld handtökutækni og er að ætlað að auka sjálfstraust lögreglumanna til að fást við æst og ofbeldisfullt fólk. Jafnframt eru brögðin ekki gróf enda er markmiðið að forðast óþarfa sársauka og meiðsl. „Ég kynnti þetta kerfi fyrir lögreglunni og aðstoðarríkislögreglustjóra á þeim tíma og það var vel tekið í þetta. Það sama má segja um Landssamband lögreglumanna. Þegar ég kynnti þetta upp í lögregluskóla þá var ekki tekið mark á mér," segir Jón Viðar. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að lögreglumaðurinn sem handtók konuna hafi ekki gengið of langt. Jón Viðar er ekki sammála þessu. Hann ítrekar að erfitt sé að hafa stjórn á manneskjunni þegar norska aðferðin er annars vegar. Þegar jafnvægi viðkomandi sé lítið er hætta á að hún falli með andlitið í jörðina. Betra sé að nálgast manneskjuna að aftan og grípa um háls og undir handarkrika. Þetta sé betra fyrir lögreglumanninn sem og þann sem á í hlut.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira