Fótbolti

Vítabaninn vissi ekkert um vítaskyttur Svía

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stina Lykke Petersen, markvörður Dana, gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Svía í 1-1 jafntefli þjóðanna í A-riðli á EM kvennalandsliða í knattspyrnu í kvöld.

Petersen var spurð að því að leik loknum hvort hún hefði vitað upp á hár hvert Svíarnir myndu skjóta. Sú danska sagðist hins vegar hafa áttað sig á því skömmu fyrir leik að hún vissi ekki einu sinni hver vítaskytta þeirra væri.

„Hver ætli spyrni? Ég veit það ekki. Hvert ætli þær spyrni? Ég veit það ekki,“ sagði Petersen hlæjandi í viðtali á Eurosport.

Athygli vakti að Danir voru dvöldu aðeins í fimm mínútur í búningsklefa sínum í hálfleik. Þær komu snemma út á völl á nýjan leik og byrjuðu að hita upp.

„Sjúkraþjálfarinn segir okkur að gera þetta. Hann segir okkur að hita vel upp og við förum eftir því sem hann segir,“ sagði Petersen hæstánægð með afrakstur kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×