Enski boltinn

Oldham jafnaði með síðustu snertingu leiksins gegn Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Everton og Oldham skildu jöfn í ensku bikarkeppninni 2-2 eftir mikla dramatík á lokamínútum leiksins en Oldham jafnaði með síðustu snertingu leiksins.

Jordan Obita kom Oldham yfir eftir aðeins 13 mínútna leik þegar liðið komst í skyndisókn sem þeir afgreiddu einstaklega vel.

Everton var ekki ýkja lengi að jafna metin en Victor Anichebe skoraði fyrsta mark gestanna níu mínútum síðar. Staðan 1-1 í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiksins komst Everton yfir með marki frá Phil Jagielka eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Oldham.

Þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma náðu Oldham að jafna metin með síðustu snertingu leiksins þegar Matt Smith skallaði boltann í netið. Ótrúlegar loka mínútur og liðin þurfa því að mætast á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×