Enski boltinn

Ferguson: Liðið er betra í dag en árið 1999

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hann sé með sterkari hóp í dag en árið 1999 þegar liðið vann þrennuna frægu.

„Við erum með sterkari hóp núna en árið 1999.," sagði Ferguson í viðtali við breska fjölmiðla. Árið 1999 vann Manchester United ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu en stjórinn telur að liðið geti endurtekið leikinn.

„Við vorum með gríðarlega sterkan hóp á sínum tíma og t.d. þegar við lékum til úrslita í Meistaradeild Evrópu árið 1999 voru Roy Keane og Paul Scholes báðir í leikbanni. Henning Berg gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og ég þurfti að setja Jonathan Greening, sem var reynslulítill, í hópinn. Við unnum leikinn og Greening fékk gullmedalíu. Þetta sýnir hversu sterkan hóp við vorum með þá en ég tel samt sem áður að liðið sem ég er með í dag sé betra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×