Enski boltinn

Moyes: Mun ræða framtíð mína eftir tímabilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Moyes
David Moyes Mynd / Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, mun ákveða sig eftir tímabilið hvort hann skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið en samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið.

Everton mætir Oldham í fimmtu umferð enska bikarsins síðar í dag en knattspyrnustjórinn vill einbeita sér að þeim keppnum sem Everton er enn hluti af og halda áfram sínu starfi.

„Ég vill einbeita mér að starfi félagsins og mun líklega ekki taka neina ákvörðun fyrir en eftir tímabilið. Ég hef rætt við stjórnarformann Everton og hann er mér sammála."

„Það má spyrja mig í hverri viku um málið en ég mun aldrei gefa fréttamönnum almennilegt svar fyrir en eftir tímabilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×