Enski boltinn

Bikarævintýri Luton á enda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Luton á leiknum í dag.
Stuðningsmenn Luton á leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Utandeildarlið Luton féll í dag úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Millwall, 3-0.

Millwall er þar með komið áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Luton hefði með sigri í dag orðið fyrsta utandeildarliðið í 99 ár til að komast svo langt í keppninni.

Luton leikur í fimmtu efstu deild enska boltans og sló meðal annars úr Norwich og Luton á leið sinni í fimmtu umferðina.

James Henry kom Millwall snemma yfir í leiknum og Rob Hulse bætti svo við öðru marki á 36. mínútu. Varamaðurinnn Dany N'Guessan gerði svo endanlega út um leikinn með marki seint í leiknum.

Luton er sögufrægt félag og lék til að mynda til úrslita í ensku bikarkeppninni á sjötta áratug síðustu aldar. Liðið vann enska deildabikarinn tímabilið 1987-88.

Þegar liðið sló út Norwich í bikarnum fyrr í vetur var það í fyrsta sinn síðan 1989 að utandeildarlið hafði betur gegn úrvalsdeildarliði í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×