Enski boltinn

Ferguon: Evans er að verða okkar besti varnarmaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur farið mikinn í fjölmiðlum að undanförnu og þar hrósar hann sérstaklega Jonny Evans, varnarmanni liðsins, en hann hefur verið virkilega stöðugur síðustu vikur.

Ferguson vill meina að Rio Ferdinand og Nemanja Vidic séu ekki lengur hans fyrsti kostur í miðvarðastöðu liðsins en þeir tveir hafa stjórnað vörn United undanfarinn ár.

„Evans er orðin heimsklassaleikmaður og verið að spila einstaklega vel að undanfarið ár. Hann er að tryggja sér stöðuna í liðinu og ég treysti honum fullkomnlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×