Deilt um framsal ríkisvalds í stjórnskipunarlögum: Getum þurft að hverfa frá EES-aðild Þorgils Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Utanríkisráðherra sagði að ef Ísland heimilaði ekki framsal ríkisvalds með þeim hætti sem stjórnarskrárfrumvarp gerir ráð fyrir gætum við staðið frammi fyrir ákvörðun um að yfirgefa EES-samstarfið. Verði framsal ríkisvalds ekki heimilað með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til stjórnskipunarlaga gætu Íslendingar staðið frammi fyrir ákvörðun um hvort ætti að stíga út úr EES-samningnum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafði hafið máls á þessu efni. Bjarni vitnaði í texta frumvarpsins þar sem ástæða er sögð til að tryggja stjórnskipulegan grundvöll við þróun EES-samningsins og lagt er til að opnað verði fyrir framsal ríkisvalds til stofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að. Tók hann sem dæmi reglur ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum, sem álitið er að krefjist framsals að því marki að það brjóti í bága við stjórnskrá Íslands. Bjarni sagði að það mál virtist hafa gefið meirihlutanum tilefni til að leggja til ákvæði í stjórnarskrá þar sem Ísland fallist á að hverfa frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samningurinn byggir á, að kröfu ESB. Spurði Bjarni Össur að því hvers vegna lagt væri í slíkar breytingar fyrir ESB. Össur svaraði því til að EES-samningurinn hefði breyst mikið frá því að hann var tekinn upp árið 1994, meðal annars með nokkru valdaframsali. Það væri hins vegar jákvætt fyrir Ísland að hægt væri að þróa samninginn með þessum hætti. Hann spurði Bjarna því hvernig hann vildi sjá EES þróast og „hvort [Bjarni] vilji að Ísland taki upp umræðu um að við stígum út úr því samstarfi. Ég hygg að ef við heimilum ekki framsal með þessum hætti kunnum við að standa frammi fyrir ákvörðun af því tagi." Bjarni sagði þá að í EES-samstarfinu hefði ESB í auknum mæli leitast við að færa vald til sinna stofnana. Það væri meiriháttar breyting frá upphaflega samningnum og „alger eftirgjöf" fælist í að fara að kröfum ESB með stjórnarskrárbreytingum. Össur lauk málinu með því að segja að EES-samningurinn hefði breyst verulega og í mögum atriðum væri hann kominn út fyrir það sem stjórnarskrá heimilaði. Úr því sem komið er væri að hans mati „miklu hreinlegra" fyrir Ísland að ganga í ESB. „Ef við ætlum að halda áfram þessu samstarfi og göngum ekki í Evrópusambandið þá verðum við að [heimila framsal ríkisvalds með umræddum hætti]." Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Verði framsal ríkisvalds ekki heimilað með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til stjórnskipunarlaga gætu Íslendingar staðið frammi fyrir ákvörðun um hvort ætti að stíga út úr EES-samningnum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafði hafið máls á þessu efni. Bjarni vitnaði í texta frumvarpsins þar sem ástæða er sögð til að tryggja stjórnskipulegan grundvöll við þróun EES-samningsins og lagt er til að opnað verði fyrir framsal ríkisvalds til stofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að. Tók hann sem dæmi reglur ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum, sem álitið er að krefjist framsals að því marki að það brjóti í bága við stjórnskrá Íslands. Bjarni sagði að það mál virtist hafa gefið meirihlutanum tilefni til að leggja til ákvæði í stjórnarskrá þar sem Ísland fallist á að hverfa frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samningurinn byggir á, að kröfu ESB. Spurði Bjarni Össur að því hvers vegna lagt væri í slíkar breytingar fyrir ESB. Össur svaraði því til að EES-samningurinn hefði breyst mikið frá því að hann var tekinn upp árið 1994, meðal annars með nokkru valdaframsali. Það væri hins vegar jákvætt fyrir Ísland að hægt væri að þróa samninginn með þessum hætti. Hann spurði Bjarna því hvernig hann vildi sjá EES þróast og „hvort [Bjarni] vilji að Ísland taki upp umræðu um að við stígum út úr því samstarfi. Ég hygg að ef við heimilum ekki framsal með þessum hætti kunnum við að standa frammi fyrir ákvörðun af því tagi." Bjarni sagði þá að í EES-samstarfinu hefði ESB í auknum mæli leitast við að færa vald til sinna stofnana. Það væri meiriháttar breyting frá upphaflega samningnum og „alger eftirgjöf" fælist í að fara að kröfum ESB með stjórnarskrárbreytingum. Össur lauk málinu með því að segja að EES-samningurinn hefði breyst verulega og í mögum atriðum væri hann kominn út fyrir það sem stjórnarskrá heimilaði. Úr því sem komið er væri að hans mati „miklu hreinlegra" fyrir Ísland að ganga í ESB. „Ef við ætlum að halda áfram þessu samstarfi og göngum ekki í Evrópusambandið þá verðum við að [heimila framsal ríkisvalds með umræddum hætti]."
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira