Liverpool steinlá | Arsenal og Aston Villa unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 00:01 Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool gaf þá verulega eftir í baráttunni um Evrópusæti. QPR tapaði mikilvægum stigum í botnslagnum en talsvert bil er nú á milli þriggja neðstu liðanna og næstu liða fyrir ofan. Southampton fékk Liverpool í heimsókn og vann sanngjarnan sigur, 3-1. Morgan Schneiderlin og Rickie Lambert komu liðinu yfir í fyrri hálfleik en Coutinho náði reyndar að klóra í bakkann fyrir gestina eftir að hafa hirt frákast af skoti Daniel Sturridge. Liverpool spilaði betur í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Jay Rodriguez gerði svo út um leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Southampton á 80. mínútu. Hann labbaði einfaldlega í gegnum vörn gestanna og skroraði eftir að hann fylgdi eftir fyrra skoti sínu sem Brad Jones varði. Liverpool datt niður í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er með 45 stig. Southampton er í fimmtánda sæti með 31 stig. Arsenal komst upp í fimmta sæti deildarinnar með góðum 2-0 útisigri á Swansea. Nacho Monreal skoraði fyrra markið eftir darraðadans í teignum og Gervinho innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með marki eftir skyndisókn. QPR hefði getað komist upp úr fallsæti deildarinnar með sigri á Aston Villa og liðið komst yfir með marki Jermaine Jenas. Villa svaraði með tveimur mörkum en QPR náði að jafna áður en Christian Benteke tryggði Aston Villa sigurinn skömmu fyrir leikslok. QPR komst þó nálægt því að jafna leikinn með síðustu spyrnu leiksins en Clint Hill skaut framhjá úr góðu færi. QPR er því enn í neðsta sæti deildarinnar með 23 stig, rétt eins og Reading sem mætir Manchester United síðar í dag. Wigan er í átjánda sæti með 24 stig en á tvo leiki til góða. Aston Villa er nú með 30 stig í sautjánda sæti deildarinnar og er nú sex stigum frá fallsæti. Stoke og West Brom gerðu markalaust jafntefli en með stiginu komst Stoke í hóp tíu efstu liða deildarinnar, þrátt fyrir að hafa einn leik á þessu ári.Úrslit dagsins:Swansea - Arsenal 0-2 0-1 Nacho Monreal (74.) 0-2 Gervinho (90+1.)Aston Villa - QPR 3-2 0-1 Jermaine Jenas (23.) 1-1 Gabriel Agbonlahor (45+3.) 2-1 Andreas Weimann (59.) 2-2 Andros Townsend (73.) 3-2 Christian Benteke (81.)Southampton - Liverpool 3-1 1-0 Morgan Schneiderlin (6.) 2-0 Rickie Lambert (33.) 2-1 Philippe Coutinho (45+1.) 3-1 Jay Rodriguez (80.)Stoke - West Brom 0-0 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira
Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool gaf þá verulega eftir í baráttunni um Evrópusæti. QPR tapaði mikilvægum stigum í botnslagnum en talsvert bil er nú á milli þriggja neðstu liðanna og næstu liða fyrir ofan. Southampton fékk Liverpool í heimsókn og vann sanngjarnan sigur, 3-1. Morgan Schneiderlin og Rickie Lambert komu liðinu yfir í fyrri hálfleik en Coutinho náði reyndar að klóra í bakkann fyrir gestina eftir að hafa hirt frákast af skoti Daniel Sturridge. Liverpool spilaði betur í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Jay Rodriguez gerði svo út um leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Southampton á 80. mínútu. Hann labbaði einfaldlega í gegnum vörn gestanna og skroraði eftir að hann fylgdi eftir fyrra skoti sínu sem Brad Jones varði. Liverpool datt niður í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er með 45 stig. Southampton er í fimmtánda sæti með 31 stig. Arsenal komst upp í fimmta sæti deildarinnar með góðum 2-0 útisigri á Swansea. Nacho Monreal skoraði fyrra markið eftir darraðadans í teignum og Gervinho innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með marki eftir skyndisókn. QPR hefði getað komist upp úr fallsæti deildarinnar með sigri á Aston Villa og liðið komst yfir með marki Jermaine Jenas. Villa svaraði með tveimur mörkum en QPR náði að jafna áður en Christian Benteke tryggði Aston Villa sigurinn skömmu fyrir leikslok. QPR komst þó nálægt því að jafna leikinn með síðustu spyrnu leiksins en Clint Hill skaut framhjá úr góðu færi. QPR er því enn í neðsta sæti deildarinnar með 23 stig, rétt eins og Reading sem mætir Manchester United síðar í dag. Wigan er í átjánda sæti með 24 stig en á tvo leiki til góða. Aston Villa er nú með 30 stig í sautjánda sæti deildarinnar og er nú sex stigum frá fallsæti. Stoke og West Brom gerðu markalaust jafntefli en með stiginu komst Stoke í hóp tíu efstu liða deildarinnar, þrátt fyrir að hafa einn leik á þessu ári.Úrslit dagsins:Swansea - Arsenal 0-2 0-1 Nacho Monreal (74.) 0-2 Gervinho (90+1.)Aston Villa - QPR 3-2 0-1 Jermaine Jenas (23.) 1-1 Gabriel Agbonlahor (45+3.) 2-1 Andreas Weimann (59.) 2-2 Andros Townsend (73.) 3-2 Christian Benteke (81.)Southampton - Liverpool 3-1 1-0 Morgan Schneiderlin (6.) 2-0 Rickie Lambert (33.) 2-1 Philippe Coutinho (45+1.) 3-1 Jay Rodriguez (80.)Stoke - West Brom 0-0
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira