Enski boltinn

Rodgers: Áttum ekki meira skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, viðurkennir að sínir menn hafi verið slakir gegn Southampton í dag. Liverpool tapaði leiknum, 3-1.

Lærisveinar Rodgers voru komnir á fínt skrið í deildinni og byrjaðir að láta til sín taka í baráttunni um Evrópusæti. Þær vonir dvínuðu talsvert við tapið í dag.

„Southampton átti skilið að vinna. Við vorum hvergi nærri því sem við höfum verið að gera á undanförnum vikum," sagði Rodgers við enska fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Við fengum á okkur slæm mörk og þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Við þurfum að gera betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×