Ólafur Ingi á batavegi eftir heilahristing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2013 12:45 Ólafur Ingi fagnar með félögum sínum í Belgíu. Mynd/Heimasíða Zulte-Waregem „Það var ekkert annað að gera en að setjast niður og láta kippa mér útaf,“ segir landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Zulte-Waregem. Ólafur Ingi fékk þungt höfuðhögg í 5-2 sigri á Stefáni Gíslasyni og félögum í OH Leuven á sunnudaginn. Miðjumaðurinn fór í skallaeinvígi við leikmann úr liði andstæðinganna eftir um hálftíma leik. „Ég fékk högg á hliðina á andlitinu, á kinnbeinið, en var svo sem ekkert að spá í þessu,“ segir Ólafur Ingi sem hélt leik áfram. Um fimm mínútum síðar var hann farinn að finna að hann væri ekki eins og hann ætti að sér að vera. „Aðalvandamálið var að ég var farinn að sjá illa með hægra auganu,“ segir Ólafur Ingi. Með boltann á tánum og í leit að samherja var honum fyrirmunað að sjá neitt annað en beint áfram. Þá áttaði hann sig á því að ballið væri búið og ekkert annað í stöðunni en að skipta sér af velli. Ólafur Ingi fór rakleiðis í sjúkrabíl upp á samnefnt hús þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Í ljós kom að Ólafur Ingi fékk heilahristing. „Ég fór svo í alls konar myndatökur í gær og það hefur allt saman komið vel út. Ég fer svo í eina á morgun til þess að ganga fullkomlega úr skugga um þetta,“ segir Ólafur Ingi. Sjónin er orðin góð á nýjan leik og hann hafi ekki miklar áhyggjur. „Það er samt alltaf smá óþægileg tilfinning þegar höfuðið á undir högg að sækja.“Ólafur Ingi hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni.Mynd/Heimasíða Zulte-WaregemÓlafur Ingi hefur ekkert æft með liði sínu og missir af leik liðsins annað kvöld í bikarnum. Liðið mætir þá 3. deildarliðinu VW Hamme og vonar Árbæingurinn uppaldi að varaliði verði teflt fram í þeim leik enda hafi álagið verið mikið undanfarnar vikur. Liðið mætir Lokeren í toppslag á laugardaginn, heldur svo til Rússlands þar sem liðið mætir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudag og loks kemur topplið Standard Liege í heimsókn annan sunnudag. „Það væri mjög jákvætt ef menn gætu fengið smá hvíld á morgun.“ Zulte-Waregem situr í 3. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og gengið vel að fylgja á eftir velgengni síðustu leiktíðar þegar liðið tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við erum kannski með aðeins minni breidd en í fyra. Fyrstu tólf til þrettán eru á pari við síðasta ár,“ segir Ólafur Ingi sem hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu líkt og á síðustu leiktíð. Hann er meira að segja farinn að skora mörk því tvisvar hefur hann fagnað marki á leiktíðinni sem er tiltölulega nýhafin. „Ég er farinn að spila meira teiganna á milli eins og í gamla daga,“ segir Ólafur Ingi. Hann er meðvitaður um að álagið í Evrópudeildinni geti komið niður á liðum sem eru ekki með breiðan leikmannahóp. Það kynntist Ólafur Ingi á sínum tíma með Helsingborg. „Það hafði greinilega sitt að segja í deildinni,“ segir Ólafur Ingi. Mikilvægt sé að liðið haldi áfram að landa góðum úrslitum því sjálfstraustið geti fleytt mönnum langt.Ólafur Ingi og félagar.Nordicphotos/GettyZulte-Waregem situr í 3. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og gengið vel að fylgja á eftir velgengni síðustu leiktíðar þegar liðið tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við erum kannski með aðeins minni breidd en í fyrra. Fyrstu tólf til þrettán eru á pari við síðasta ár,“ segir Ólafur Ingi sem hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu líkt og á síðustu leiktíð. Hann er meira að segja farinn að skora mörk því tvisvar hefur hann fagnað marki á leiktíðinni sem er tiltölulega nýhafin. „Ég er farinn að spila meira teiganna á milli eins og í gamla daga,“ segir Ólafur Ingi. Hann er meðvitaður um að álagið í Evrópudeildinni geti komið niður á liðum sem eru ekki með breiðan leikmannahóp. Það kynntist Ólafur Ingi á sínum tíma með Helsingborg. „Það hafði greinilega sitt að segja í deildinni,“ segir Ólafur Ingi. Mikilvægt sé að liðið haldi áfram að landa góðum úrslitum því sjálfstraustið geti fleytt mönnum langt.Ólafur Ingi í baráttunni í Evrópudeildinni gegn Wigan í síðustu viku. „Við vorum held ég 77% með boltann í seinni hálfleik,“ segir miðjumaðurinn. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.Mynd/Heimasíða Zulte WaregemMiðjumaðurinn geðþekki viðurkennir að hugurinn leiti stundum til Íslands enda spennandi landsleikir framundan gegn Kýpur og Noregi um miðjan október. Þegar er uppselt á leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli þann 11. október. „Auðvitað hefur maður legið aðeins yfir þessu og skoðað þetta. Maður hefur fundið hjá þjóðinni að hún er spennt sem er frábært,“ segir Ólafur Ingi. Hann reyni þó eftir fremsta megni að einbeita sér að verkefnunum hjá félagsliðinu enda hörð barátta um stöðu í byrjunarliðinu. Velgengni landsliðsins hefur þó ekki farið framhjá kollegum hans hjá belgíska liðinu enda er hann eini leikmaður liðsins sem spilar með A-landsliði í Evrópu. Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
„Það var ekkert annað að gera en að setjast niður og láta kippa mér útaf,“ segir landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Zulte-Waregem. Ólafur Ingi fékk þungt höfuðhögg í 5-2 sigri á Stefáni Gíslasyni og félögum í OH Leuven á sunnudaginn. Miðjumaðurinn fór í skallaeinvígi við leikmann úr liði andstæðinganna eftir um hálftíma leik. „Ég fékk högg á hliðina á andlitinu, á kinnbeinið, en var svo sem ekkert að spá í þessu,“ segir Ólafur Ingi sem hélt leik áfram. Um fimm mínútum síðar var hann farinn að finna að hann væri ekki eins og hann ætti að sér að vera. „Aðalvandamálið var að ég var farinn að sjá illa með hægra auganu,“ segir Ólafur Ingi. Með boltann á tánum og í leit að samherja var honum fyrirmunað að sjá neitt annað en beint áfram. Þá áttaði hann sig á því að ballið væri búið og ekkert annað í stöðunni en að skipta sér af velli. Ólafur Ingi fór rakleiðis í sjúkrabíl upp á samnefnt hús þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Í ljós kom að Ólafur Ingi fékk heilahristing. „Ég fór svo í alls konar myndatökur í gær og það hefur allt saman komið vel út. Ég fer svo í eina á morgun til þess að ganga fullkomlega úr skugga um þetta,“ segir Ólafur Ingi. Sjónin er orðin góð á nýjan leik og hann hafi ekki miklar áhyggjur. „Það er samt alltaf smá óþægileg tilfinning þegar höfuðið á undir högg að sækja.“Ólafur Ingi hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni.Mynd/Heimasíða Zulte-WaregemÓlafur Ingi hefur ekkert æft með liði sínu og missir af leik liðsins annað kvöld í bikarnum. Liðið mætir þá 3. deildarliðinu VW Hamme og vonar Árbæingurinn uppaldi að varaliði verði teflt fram í þeim leik enda hafi álagið verið mikið undanfarnar vikur. Liðið mætir Lokeren í toppslag á laugardaginn, heldur svo til Rússlands þar sem liðið mætir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudag og loks kemur topplið Standard Liege í heimsókn annan sunnudag. „Það væri mjög jákvætt ef menn gætu fengið smá hvíld á morgun.“ Zulte-Waregem situr í 3. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og gengið vel að fylgja á eftir velgengni síðustu leiktíðar þegar liðið tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við erum kannski með aðeins minni breidd en í fyra. Fyrstu tólf til þrettán eru á pari við síðasta ár,“ segir Ólafur Ingi sem hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu líkt og á síðustu leiktíð. Hann er meira að segja farinn að skora mörk því tvisvar hefur hann fagnað marki á leiktíðinni sem er tiltölulega nýhafin. „Ég er farinn að spila meira teiganna á milli eins og í gamla daga,“ segir Ólafur Ingi. Hann er meðvitaður um að álagið í Evrópudeildinni geti komið niður á liðum sem eru ekki með breiðan leikmannahóp. Það kynntist Ólafur Ingi á sínum tíma með Helsingborg. „Það hafði greinilega sitt að segja í deildinni,“ segir Ólafur Ingi. Mikilvægt sé að liðið haldi áfram að landa góðum úrslitum því sjálfstraustið geti fleytt mönnum langt.Ólafur Ingi og félagar.Nordicphotos/GettyZulte-Waregem situr í 3. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og gengið vel að fylgja á eftir velgengni síðustu leiktíðar þegar liðið tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við erum kannski með aðeins minni breidd en í fyrra. Fyrstu tólf til þrettán eru á pari við síðasta ár,“ segir Ólafur Ingi sem hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu líkt og á síðustu leiktíð. Hann er meira að segja farinn að skora mörk því tvisvar hefur hann fagnað marki á leiktíðinni sem er tiltölulega nýhafin. „Ég er farinn að spila meira teiganna á milli eins og í gamla daga,“ segir Ólafur Ingi. Hann er meðvitaður um að álagið í Evrópudeildinni geti komið niður á liðum sem eru ekki með breiðan leikmannahóp. Það kynntist Ólafur Ingi á sínum tíma með Helsingborg. „Það hafði greinilega sitt að segja í deildinni,“ segir Ólafur Ingi. Mikilvægt sé að liðið haldi áfram að landa góðum úrslitum því sjálfstraustið geti fleytt mönnum langt.Ólafur Ingi í baráttunni í Evrópudeildinni gegn Wigan í síðustu viku. „Við vorum held ég 77% með boltann í seinni hálfleik,“ segir miðjumaðurinn. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.Mynd/Heimasíða Zulte WaregemMiðjumaðurinn geðþekki viðurkennir að hugurinn leiti stundum til Íslands enda spennandi landsleikir framundan gegn Kýpur og Noregi um miðjan október. Þegar er uppselt á leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli þann 11. október. „Auðvitað hefur maður legið aðeins yfir þessu og skoðað þetta. Maður hefur fundið hjá þjóðinni að hún er spennt sem er frábært,“ segir Ólafur Ingi. Hann reyni þó eftir fremsta megni að einbeita sér að verkefnunum hjá félagsliðinu enda hörð barátta um stöðu í byrjunarliðinu. Velgengni landsliðsins hefur þó ekki farið framhjá kollegum hans hjá belgíska liðinu enda er hann eini leikmaður liðsins sem spilar með A-landsliði í Evrópu.
Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira