"Við erum bara mjög venjuleg og horfum ekki á okkur sem fötluð“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. september 2013 19:15 Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira