24 milljónir ökutækja á 15 árum Boði Logason skrifar 24. júlí 2013 12:38 Tuttugu og fjórar milljónir ökutækja hafa ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin á þeim fimmtán árum sem þau hafa verið opin. Tuttugu og fjórar milljónir ökutækja hafa ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin á þeim fimmtán árum sem þau hafa verið opin. Til stendur að afhenda ríkinu göngin í september árið 2018. Þann 11. júlí síðastliðinn voru 15 ár frá því að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra klippti á borða sunnan megin í Hvalfirði og opnaði göngin formlega. Síðan þá hafa landsmenn notið þess að sleppa við tæplega hundrað kílómetra langan spotta sem Hvalfjörðurinn er. Daginn eftir fimmtán ára afmælið, eða 12. júlí síðastliðinn, höfðu 24 milljónir ökutækja ekið um göngin. Það gerir rúmlega eina og hálfa milljón ökutækja á hverju ári. Það vekur athygli að veggjaldið í dag, þúsund krónur fyrir stakan fólksbíl, er það sama og fyrir fimmtán árum síðan. „Þetta hefur bara gengið vonum framar, göngin hafa sýnt sig og sannað að þau áttu fullan rétt á sér. Því er hægt að hægt að halda gjaldinu í sama farinu," segir Marinó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spalar, sem sér um rekstur Hvalfjarðarganganna.. Þegar göngin voru opnuð árið 1998 var hægt að fá 13,3 lítra af bensíni fyrir þúsund kallinn, sem kostaði í göngin. Núna, árið 2013, er hægt að fá 3,9 lítra fyrir sömu upphæð. Upphaflega átti veggjaldið að vera tengt vísitölu neysluverðs. En vegna mun meiri umferðar en gert var ráð fyrir, var gjaldið lækkað að raunvirði. Ef gjaldskráin hefði fylgt verðlagi, þá kostaði stök ferð í dag fyrir fólksbíl, 2.252 krónur í dag - en ekki 1000 þúsund krónur. Spölur ehf er á áætlun að greiða síðustu afborgun af lánum í september árið 2018. Marinó segir að ríkinu verði þá afhent göngin, það sé því í verkahring yfirvalda að ákveða hvort gjaldtöku verði hætt. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Tuttugu og fjórar milljónir ökutækja hafa ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin á þeim fimmtán árum sem þau hafa verið opin. Til stendur að afhenda ríkinu göngin í september árið 2018. Þann 11. júlí síðastliðinn voru 15 ár frá því að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra klippti á borða sunnan megin í Hvalfirði og opnaði göngin formlega. Síðan þá hafa landsmenn notið þess að sleppa við tæplega hundrað kílómetra langan spotta sem Hvalfjörðurinn er. Daginn eftir fimmtán ára afmælið, eða 12. júlí síðastliðinn, höfðu 24 milljónir ökutækja ekið um göngin. Það gerir rúmlega eina og hálfa milljón ökutækja á hverju ári. Það vekur athygli að veggjaldið í dag, þúsund krónur fyrir stakan fólksbíl, er það sama og fyrir fimmtán árum síðan. „Þetta hefur bara gengið vonum framar, göngin hafa sýnt sig og sannað að þau áttu fullan rétt á sér. Því er hægt að hægt að halda gjaldinu í sama farinu," segir Marinó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spalar, sem sér um rekstur Hvalfjarðarganganna.. Þegar göngin voru opnuð árið 1998 var hægt að fá 13,3 lítra af bensíni fyrir þúsund kallinn, sem kostaði í göngin. Núna, árið 2013, er hægt að fá 3,9 lítra fyrir sömu upphæð. Upphaflega átti veggjaldið að vera tengt vísitölu neysluverðs. En vegna mun meiri umferðar en gert var ráð fyrir, var gjaldið lækkað að raunvirði. Ef gjaldskráin hefði fylgt verðlagi, þá kostaði stök ferð í dag fyrir fólksbíl, 2.252 krónur í dag - en ekki 1000 þúsund krónur. Spölur ehf er á áætlun að greiða síðustu afborgun af lánum í september árið 2018. Marinó segir að ríkinu verði þá afhent göngin, það sé því í verkahring yfirvalda að ákveða hvort gjaldtöku verði hætt.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira