Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 16:32 Íslendingar horfðu á um níu milljónir kvikmynda og sjónvarpsþátta án þess að greiða fyrir þá árið 2011. Mynd/Getty Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum." Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum."
Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00