Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 16:32 Íslendingar horfðu á um níu milljónir kvikmynda og sjónvarpsþátta án þess að greiða fyrir þá árið 2011. Mynd/Getty Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum." Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. Á vefsíðunni Tónlist og myndir er að finna myndbönd þar sem þjóðþekktir listamenn hvetja fólk til þess að nálgast menningarafurðir með löglegum hætti, og meðal þeirra sem bregður fyrir í myndböndunum er leikarinn Ólafur Darri, söngvarinn Jón Jónsson og tónskáldið Ólafur Arnalds. Á síðunni er meðal annars sagt frá vinsælli íslenskri hljómsveit sem seldi 880 eintök af plötu sinni á meðan henni var niðurhalað 5000 sinnum af netinu án þess að sveitin fengi greitt fyrir. Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður STEF (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), segir að þrátt fyrir að íslenskt efni sé oftast bannað á innlendum skráarskiptisíðum sé nóg af því að finna á þeim erlendu. Átakið tali beint til neytenda og yfirskrift þess sé: „Metum listina að verðleikum, njótum hennar löglega." „Við erum til dæmis með Tónlist.is þar sem hægt er að velja um níu milljónir laga. Þú getur streymt eins miklu og þú vilt fyrir um 1700 krónur á mánuði," segir Guðrún, og bætir því við að sú upphæð sé svipuð mánaðaráskrift erlendu síðunnar Spotify.com. „Auðvitað bætist það við að framboðið á efni hér á landi, sérstaklega á kvikmyndum og þáttum, hefur ekki verið nægilega gott. Hins vegar má það ekki gleymast að þó efni sé ekki í boði löglega, þá gefur það þér ekki rétt til þess að taka það." Guðrún talar einnig um niðurhal á erlendu efni, en könnun á vegum Capacent frá árinu 2011 leiddi í ljós að árið 2011 keyptu Íslendingar og leigðu tæplega þrjár milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda, en á sama tíma horfðu þeir á um níu milljónir mynda og þátta án þess að greiða fyrir efnið. „Glænýjir erlendir þættir eru oftast komnir inn á svona síður mjög fljótt. Meira að segja löngu áður en farið að selja þá löglega á erlendum síðum," segir Guðrún, og á síðu átaksins er vísað í erlendar kannanir sem sýna fram á samdrátt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. „Það að eitthvað sé ekki í boði í verslun gefur þér ekki rétt til að taka það ófrjálsri hendi annars staðar. Mér finnst það mjög léleg afsökun. Það eru ekki mannréttindi að fá að horfa á nýjasta Homeland-þáttinn sama dag og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum."
Tengdar fréttir Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25. janúar 2013 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent