Lífið

Sveitt skyrta fyrir 8 milljónir

Orlando náði að safna helling af peningi.
Orlando náði að safna helling af peningi.
Leikarar í Rómeó og Júlíu á Broadway buðu upp nokkra muni tengda sýningunni til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Þetta gerist árlega og ákvað leikarinn Orlando Bloom að bjóða upp sveitta skyrtu sem hann hafði leikið í.

Idol-stjarnan og meðleikari hans, Justin Guarini, sá um uppboðið en á endanum slógust tveir aðdáendur um skyrtuna þannig að Orlando reddaði tveimur. Samkvæmt heimildum Variety söfnuðust alls 71 þúsund dollarar fyrir skyrturnar, rúmlega 8,3 milljónir króna.

Nokkrir hjartaknúsarar hafa tekið þátt í þessu uppboði í gegnum árin en leikarinn Hugh Jackman var upphafsmaður átaksins árið 2004 þegar hann seldi sveitt handklæði úr The Boy from Oz. Þá buðu Hugh og meðleikari hans, Daniel Craig, upp skyrtur árið 2009 úr sýningunni A Steady Rain. Í fyrra bauð Ricky Martin síðan upp buxurnar sínar í Evitu.

Leikararnir í Rómeó og Júlíu komu Justin Guarini á óvart á einni sýningunni þegar þeir réttu honum DVD-safn með American Idol til að bjóða upp en það fór á aðeins hundrað dollara, tæplega tólf þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.