Á annað hundrað vistaðir nauðugir Eva Bjarnadóttir skrifar 15. desember 2013 14:17 Kleppur Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Þegar einstaklingur er nauðungavistaður er hann færður á sjúkrahús gegn vilja sínum eða er meinað um að útskrifast af sjúkrahúsi. Samþykki læknis nægir til að halda sjúklingi í allt að 48 klukkustundir nauðugum inni á sjúkrahúsi. Eftir þann tíma þarf að sækja formlega um nauðungarvistun til innanríkisráðuneytisins. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Eingöngu neyðarúrræði Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests. „Það er jákvætt við íslensku lögræðislögin að þau eiga í raun jafnt við um alla,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans. Víða annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, eru sérstök lög um geðsjúka. „Íslendingar hafa ekki viljað stíga það skref, því það getur falið í sér mismunun ef til eru lög um ákveðna hópa. Menn eru hræddir við of mikið kerfi og hræddir við misnotkun á þessu úrræði, því það á að vera neyðarúrræði," segir Sigurður Páll. Samkvæmt lögræðislögunum getur heilbrigðisráðherra sett ítarlegri reglur um nauðungarvistanir, til dæmis um þvingaðar lyfjagjafir og aðra þvingaða meðferð. Sigurður Páll segir það ekki hafa verið gert: „Það vantar reglugerð með verklagsreglum fyrir fagfólk."Hættuleg sjálfum sér eða öðrum Þegar tekin er ákvörðun um hvort færa eigi fólk á sjúkrahús metur læknir stöðuna á vettvangi, en svo fer fram annað mat þegar komið er á sjúkrahúsið. „Það fer í raun fram áhættumat á því hversu hættulegur viðkomandi er sjálfum sér og öðrum," segir Sigurður Páll. Málin eru margvísleg, en þau snúast alltaf um hvort sjúkrahúsvist er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkomandi og annarra. Hann segir flóknustu málin vera þegar um ölvun eða fíkniefni er að ræða, því þá sé erfitt að meta hvort ástandið sé orðið sjúklegt og þörf sé á nauðungarvistun.Í lögreglufylgd Lögreglu er skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan á sjúkrahús og skal læknir þá fylgja honum ef nauðsyn þykir bera til. „Okkur er falið þetta vald lögum samkvæmt. Lögreglan hefur heimild til að beita valdi og lögreglumenn læra réttu handtökin í náminu," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík. Flutningur á sjúkrahús fer fram með sama hætti og handtaka og segir Stefán handjárn notuð ef þörf krefur, til að tryggja öryggi. „Ég held að lögreglan komi ekki að nema þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar," segir Stefán og bendir á að ef færa á mann nauðugan á sjúkrahús séu fáar leiðir færar án valdbeitingar.Sjálfræðissvipting Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," segir Sigurður Páll. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," segir Sigurður Páll.Fleiri karlar en konur Töluvert fleiri karlar en konur eru nauðungavistaðir, þrátt fyrir að konur séu ekki færri meðal sjúklinga almennt. Á þessu ári hafa 167 einstaklingar verið nauðungavistaðir í allt að 48 klukkustundir, þar af 91 karl. Bergþór Grétar Böðvarsson, talsmaður notenda á geðsviði LSH, segir að ekki sé vitað með vissu hvers vegna kynjahlutföllin séu með þessum hætti, en líklega hafi áhrif ólíkar félagslegar aðstæður kynjanna. „Konur hafa oft meira hlutverk, þær eru mæður og tengdari ættmennum sínum. Þær fá því meiri stuðning og bera meiri ábyrgð á öðrum, sem hjálpar. Karlar eru í meiri hættu á að vera einir.” Karlar eru hættulegri sjálfum sér, og eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svipta sig lífi heldur en konur,” segir Sigurður Páll við. Hann segir mikilvægt að fram komi að ofbeldi meðal geðsjúkra er mun sjaldgæfara heldur en sjálfsvíg. “Fólk með geðklofa er miklu líklegri til þess að falla fyrir eigin hendi en að meiða aðra. Níutíu og níu prósent af öllum geðsjúkum eru bara ósköp venjulegt fólk, en þegar fer saman geðrofssjúkdómur og fíkn, þá margfaldast líkurnar á ofbeldi sjö- til ellefufalt,” segir Sigurður Páll.Sömu lögmál og í fangelsum Á öryggisdeild geðsviðs eru jafnan átta til níu karlar á móti einni konu. „Karlar eru hættulegri sjálfum sér, og eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svipta sig lífi heldur en konur," segir Sigurður Páll. Hann segir að í raun gildi sömu lögmál um sjálfræðissviptingar og eigi við í fangelsum. „Áfengis- og vímuefnaneysla er algengari meðal karla. Karlar koma líka almennt seinna inn í heilbrigðiskerfið og fá því minni þjónustu." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Þegar einstaklingur er nauðungavistaður er hann færður á sjúkrahús gegn vilja sínum eða er meinað um að útskrifast af sjúkrahúsi. Samþykki læknis nægir til að halda sjúklingi í allt að 48 klukkustundir nauðugum inni á sjúkrahúsi. Eftir þann tíma þarf að sækja formlega um nauðungarvistun til innanríkisráðuneytisins. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Eingöngu neyðarúrræði Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests. „Það er jákvætt við íslensku lögræðislögin að þau eiga í raun jafnt við um alla,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans. Víða annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, eru sérstök lög um geðsjúka. „Íslendingar hafa ekki viljað stíga það skref, því það getur falið í sér mismunun ef til eru lög um ákveðna hópa. Menn eru hræddir við of mikið kerfi og hræddir við misnotkun á þessu úrræði, því það á að vera neyðarúrræði," segir Sigurður Páll. Samkvæmt lögræðislögunum getur heilbrigðisráðherra sett ítarlegri reglur um nauðungarvistanir, til dæmis um þvingaðar lyfjagjafir og aðra þvingaða meðferð. Sigurður Páll segir það ekki hafa verið gert: „Það vantar reglugerð með verklagsreglum fyrir fagfólk."Hættuleg sjálfum sér eða öðrum Þegar tekin er ákvörðun um hvort færa eigi fólk á sjúkrahús metur læknir stöðuna á vettvangi, en svo fer fram annað mat þegar komið er á sjúkrahúsið. „Það fer í raun fram áhættumat á því hversu hættulegur viðkomandi er sjálfum sér og öðrum," segir Sigurður Páll. Málin eru margvísleg, en þau snúast alltaf um hvort sjúkrahúsvist er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkomandi og annarra. Hann segir flóknustu málin vera þegar um ölvun eða fíkniefni er að ræða, því þá sé erfitt að meta hvort ástandið sé orðið sjúklegt og þörf sé á nauðungarvistun.Í lögreglufylgd Lögreglu er skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan á sjúkrahús og skal læknir þá fylgja honum ef nauðsyn þykir bera til. „Okkur er falið þetta vald lögum samkvæmt. Lögreglan hefur heimild til að beita valdi og lögreglumenn læra réttu handtökin í náminu," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík. Flutningur á sjúkrahús fer fram með sama hætti og handtaka og segir Stefán handjárn notuð ef þörf krefur, til að tryggja öryggi. „Ég held að lögreglan komi ekki að nema þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar," segir Stefán og bendir á að ef færa á mann nauðugan á sjúkrahús séu fáar leiðir færar án valdbeitingar.Sjálfræðissvipting Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," segir Sigurður Páll. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," segir Sigurður Páll.Fleiri karlar en konur Töluvert fleiri karlar en konur eru nauðungavistaðir, þrátt fyrir að konur séu ekki færri meðal sjúklinga almennt. Á þessu ári hafa 167 einstaklingar verið nauðungavistaðir í allt að 48 klukkustundir, þar af 91 karl. Bergþór Grétar Böðvarsson, talsmaður notenda á geðsviði LSH, segir að ekki sé vitað með vissu hvers vegna kynjahlutföllin séu með þessum hætti, en líklega hafi áhrif ólíkar félagslegar aðstæður kynjanna. „Konur hafa oft meira hlutverk, þær eru mæður og tengdari ættmennum sínum. Þær fá því meiri stuðning og bera meiri ábyrgð á öðrum, sem hjálpar. Karlar eru í meiri hættu á að vera einir.” Karlar eru hættulegri sjálfum sér, og eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svipta sig lífi heldur en konur,” segir Sigurður Páll við. Hann segir mikilvægt að fram komi að ofbeldi meðal geðsjúkra er mun sjaldgæfara heldur en sjálfsvíg. “Fólk með geðklofa er miklu líklegri til þess að falla fyrir eigin hendi en að meiða aðra. Níutíu og níu prósent af öllum geðsjúkum eru bara ósköp venjulegt fólk, en þegar fer saman geðrofssjúkdómur og fíkn, þá margfaldast líkurnar á ofbeldi sjö- til ellefufalt,” segir Sigurður Páll.Sömu lögmál og í fangelsum Á öryggisdeild geðsviðs eru jafnan átta til níu karlar á móti einni konu. „Karlar eru hættulegri sjálfum sér, og eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svipta sig lífi heldur en konur," segir Sigurður Páll. Hann segir að í raun gildi sömu lögmál um sjálfræðissviptingar og eigi við í fangelsum. „Áfengis- og vímuefnaneysla er algengari meðal karla. Karlar koma líka almennt seinna inn í heilbrigðiskerfið og fá því minni þjónustu."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira