Leyndarmálið við lottóvinninginn 12. desember 2013 09:00 Sigga Kling mælir með því að nota fæðingadaga látinna ástvina sem lottótölur. Aðsent/Silla Páls Spennan fyrir næsta drætti í Lottóinu magnast. Potturinn er áttfaldur og hefur aldrei verið stærri. Að sjálfsögðu vilja allir vita hvaða tölur eru þær réttu. Tveir af þremur spekingum sem Fréttablaðið ræddi við fyrir dráttinn mæla eindregið með því að nota fæðingardaga ástvina sem lottótölur. Einn viðmælandinn, sem er dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, mælir ekki með þeirri aðferð. Eitt eru þó allir viðmælendur sammála um: Þeir vita ekki hvaða tölur munu koma upp á laugardaginn.Stilla á lottórásina í lífinu „Ef ég gæti séð lottótölur fram í tímann væri ég löngu búin að nýta mér það,“ segir Sigríður Klingenberg spákona og skellihlær. Hún segir að til þess að vinna í lottóinu þurfi maður að trúa því. „Allt gefur frá sér tíðni. Þeir sem trúa því virkilega að þeir geti unnið fá vinninginn. Þetta snýst um að stilla sig inn á lottórásina í lífinu,“ útskýrir Sigríður. Hún hefur gott ráð sem gæti virkað vel. „Ég mæli með því að nota fæðingardaga látinna ástvina. Þeir geta verið valdamiklir og haft áhrif á lottódráttinn. Ég legg til að fólk skrifi fæðingardagana þeirra niður og hengi upp á ísskápinn til þess að senda út orku og lesa þetta nokkrum sinnum yfir.“Sigríður Klingenberg, spákonaHermundur mælir með því að fólk skoði gildin í lífinu og njóti þess að spila lottó.Spurning um heppni „Þetta er bara happa og glappa. Lottó er spurning um heppni, ef ég vissi hverjar vinningstölurnar yrðu myndi ég ekki segja neinum það,“ segir Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspekingur, glaðbeittur. Hann gerist þó öllu alvarlegri þegar hann fer að ræða um lífsgildin. „Þegar það kemur að lottóinu þarf maður bara að spyrja sig hver gildi manns séu. Eru það peningar eða eru það ástvinir manns? Þess vegna ráðlegg ég fólki að telja upp þá sem það elskar mest og nota fæðingardagana þeirra, þá nýtur fólk þess betur að spila í lottóinu.“Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspekingurBirgir segir allar raðir jafn líklegar og allar tölur jafn líklegar til þess að koma upp.Allar raðir jafn líklegar „Það eru jafnmiklar líkur á því að allar tölur komi upp,“ útskýrir Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það geta verið slæmt að velja fæðingardaga ástvina, þeir geti aldrei orðið hærri en þrjátíu og einn, en Lottótölurnar eru frá einum og upp í fjörutíu. „Ef ein tala yfir þrjátíu og einum kemur upp tapar maður. Persónulega mæli ég því ekki með því að fólk fari þessa leið,“ útskýrir Birgir. Hann segir þó allt geta gerst. „Ég vil ekki stoppa fólk í að velja fæðingardaga ástvina, því allar raðir eru jafn líklegar.“Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Spennan fyrir næsta drætti í Lottóinu magnast. Potturinn er áttfaldur og hefur aldrei verið stærri. Að sjálfsögðu vilja allir vita hvaða tölur eru þær réttu. Tveir af þremur spekingum sem Fréttablaðið ræddi við fyrir dráttinn mæla eindregið með því að nota fæðingardaga ástvina sem lottótölur. Einn viðmælandinn, sem er dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, mælir ekki með þeirri aðferð. Eitt eru þó allir viðmælendur sammála um: Þeir vita ekki hvaða tölur munu koma upp á laugardaginn.Stilla á lottórásina í lífinu „Ef ég gæti séð lottótölur fram í tímann væri ég löngu búin að nýta mér það,“ segir Sigríður Klingenberg spákona og skellihlær. Hún segir að til þess að vinna í lottóinu þurfi maður að trúa því. „Allt gefur frá sér tíðni. Þeir sem trúa því virkilega að þeir geti unnið fá vinninginn. Þetta snýst um að stilla sig inn á lottórásina í lífinu,“ útskýrir Sigríður. Hún hefur gott ráð sem gæti virkað vel. „Ég mæli með því að nota fæðingardaga látinna ástvina. Þeir geta verið valdamiklir og haft áhrif á lottódráttinn. Ég legg til að fólk skrifi fæðingardagana þeirra niður og hengi upp á ísskápinn til þess að senda út orku og lesa þetta nokkrum sinnum yfir.“Sigríður Klingenberg, spákonaHermundur mælir með því að fólk skoði gildin í lífinu og njóti þess að spila lottó.Spurning um heppni „Þetta er bara happa og glappa. Lottó er spurning um heppni, ef ég vissi hverjar vinningstölurnar yrðu myndi ég ekki segja neinum það,“ segir Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspekingur, glaðbeittur. Hann gerist þó öllu alvarlegri þegar hann fer að ræða um lífsgildin. „Þegar það kemur að lottóinu þarf maður bara að spyrja sig hver gildi manns séu. Eru það peningar eða eru það ástvinir manns? Þess vegna ráðlegg ég fólki að telja upp þá sem það elskar mest og nota fæðingardagana þeirra, þá nýtur fólk þess betur að spila í lottóinu.“Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspekingurBirgir segir allar raðir jafn líklegar og allar tölur jafn líklegar til þess að koma upp.Allar raðir jafn líklegar „Það eru jafnmiklar líkur á því að allar tölur komi upp,“ útskýrir Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það geta verið slæmt að velja fæðingardaga ástvina, þeir geti aldrei orðið hærri en þrjátíu og einn, en Lottótölurnar eru frá einum og upp í fjörutíu. „Ef ein tala yfir þrjátíu og einum kemur upp tapar maður. Persónulega mæli ég því ekki með því að fólk fari þessa leið,“ útskýrir Birgir. Hann segir þó allt geta gerst. „Ég vil ekki stoppa fólk í að velja fæðingardaga ástvina, því allar raðir eru jafn líklegar.“Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira