Lífið

Yfirveguð útgáfa af Frostrósartónleikum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hljómsveitin 1860.
Hljómsveitin 1860. Mynd/Þormar Vignir Gunnarsson
„Það má segja að þetta verði yfirvegaðri útgáfa af Frostrósartónleikunum,“ segir Gunnar Jónsson, bassaleikari og söngvari hljómsveitarinnar 1860 en sveitin heldur jólatónleika á Rósenberg klukkan 21 í kvöld. „Færri dívur, meiri kósýheit og nánd, en jafn jólalegt. Við erum allir miklir jóladrengir og okkur langar að fá sem flesta til að mæta til að við komumst í almennilegt jólaskap. Rósenberg er mjög jólalegur staður og við ætlum ekki að gefa staðnum neitt eftir í jólaleika.“

Hljómsveitin 1860 gaf út plötuna Artificial Daylight fyrir nokkrum mánuðum. Á tónleikunum ætla þeir að spila frumsamin lög af plötunni og líka jólalög á borð við Það á að gefa börnum brauð.

Auk þess að hafa nýlega gefið út plötu hafa drengirnir í sveitinni hannað bol með teiknaðri mynd af hljómsveitinni. „Bolirnir myndu sóma sér vel í hvaða jólapakka sem er, hvort sem er fyrir ömmu og afa eða unglingsstelpurnar, öll viljum við jú vera töff.“

Strákarnir hafa verið að ferðast um landið og halda tónleika. „Þetta eru hinsvegar fyrstu tónleikarnir okkar á höfuðborgarsvæðinu frá því við héldum útgáfutónleikana okkar. Við höfum oft haldið tónleika á Rósenberg áður, en í þetta sinn hafði eigandi staðarins samband við okkur eftir að hafa heyrt okkur taka jólalög í útvarpinu hjá Óla Palla í stúdíói tólf um daginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.