Lífið

Ungfrú Ísland bjargar hundi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Tanja Ýr Ástþórsdóttir lagði mikið á sig til þess að bjarga hundinum týnda í Seljahverfinu.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir lagði mikið á sig til þess að bjarga hundinum týnda í Seljahverfinu.
Handhafi titilsins Ungfrú Ísland, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, kom týndum hundi til bjargar um helgina.

Hundurinn var á vappi í Seljahverfinu og Tanja, sem átti leið hjá, horfði á hann af gaumgæfni. „Ég horfði á hundinn og reyndi að sjá hvort eigendur hans væru þarna í grenndinni. En ég gerði mér svo grein fyrir því að hann væri týndur og fór með hann heim til mín og gaf honum að éta,“ segir Tanja. Hún segir að hundurinn hafi verið orðinn kaldur.

Hundurinn sem Tanja fann var að hennar sögn kaldur.
Tanja var á leið í prófbúðir ásamt vinkonu sinni þegar hún sá hundinn og kom seint í þær vegna björgunarinnar. Hún setti mynd af hundinum á Facebook sem margir deildu.

„En það kom ekkert út úr því. Þannig að ég ákvað að banka upp á hjá fullt af ókunnugu fólki í Seljahverfinu. Ég var að því í svona einn og hálfan klukkutíma, þar til að ég fann loks heimili hundsins,“ segir Tanja, en ljóst er að hún hefur glatt eigendurna mjög. 

Tanja taldi ekki eftir sér að leggja svona mikið á sig til þess að bjarga hundinum. „Ég er mjög mikill dýravinur og ég gat bara ekki horft upp á hundinn ráfa svona um,“ útskýrir Tanja, fegin að hafa komið hundinum heim. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.