Innlent

Stórauki samstarf á höfuðborgarsvæði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Pétur Ólafsson , bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Pétur Ólafsson , bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi vilja láta skoða stórfellda aukningu sameiginlegra verkefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Góð reynsla sé af sameiginlegum rekstri á borð við Sorpu og Strætó.

„Sóknarfæri eru víða og eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kjörinn vettvangur til að kortleggja af fullri alvöru stórfellda aukningu á samstarfi milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hafa vart sýnileg bæjarmörk,“ segir í tillögunni sem lögð var fram af Pétri Ólafssyni úr Samfylkingu og bæjarráð samþykkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×