Vilja frekar breytt skattkerfi en launahækkun í kjarasamningum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Formlegar samningaviðræður milli launþegahreyfinganna og atvinnurekenda hófust í fyrradag. Að sögn miðar viðræðum hægt og ber nokkuð mikið í milli. Ekki er enn farið að ræða launaliðina. frettablaðið/Daníel „Í öllum könnunum sem Efling hefur gert meðal félagsmanna hefur meirihlutinn viljað breytingar á skattkerfinu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um kjarasamningana sem fram undan eru. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að kveðið hafi við nýjan tón þegar menn voru að undirbúa kröfugerð vegna samninganna. „Félagsmenn okkar sögðu að ef launahækkanir færu beint út í verðlagið gæti verið betra að sleppa þeim. Það er krafa um að menn stoppi þessa víxlverkun. Ef launahækkanir fara beint út í verðlagið koma þær í bakið á mönnum,“ segir Þorbjörn.Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Fréttablaðið heimsótti nokkra vinnustaði í gær. Í viðtölum við fólk kom fram að miklar launahækkanir voru ekki efstar á óskalistanum. Fólk taldi að of miklar hækkanir myndu á endanum engu skila. Skatturinn myndi taka sitt, lánin myndu hækka og verðbólgan aukast ef samið yrði um of miklar hækkanir. Margir töldu hækkun persónuafsláttar og lækkun skatta góða leið til að auka kaupmátt. Skattabreytingar myndu skila meiru en beinar launahækkanir. Raunar töldu margir að það gæti verið gott að fara blandaða leið, hækka laun lítillega og breyta skattkerfinu. Flestir töluðu um að ná yrði fram stöðugleika í efnahagslífinu og allir yrðu að leggja sitt af mörkun svo honum yrði náð. „Þegar menn voru að móta kröfugerð vegna samninganna þá var niðurstaðan sú setja ekki fram kröfur um miklar hækkanir heldur frekar að freista þess að auka kaupmáttinn með litlum hækkunum,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Hann segir líka að menn hafi verið að ræða hvort hægt væri að breyta skattkerfinu þannig að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru, það er að lækka skatta á millitekjuhópum um 0,8 prósentustig skili sér til fleiri. „Aukinn persónuafsláttur myndi gera það,“ segir Þorbjörn. Sigurður Bessason segir að atvinnurekendur, launþegar, ríki og sveitarfélög verði að koma að gerð kjarasamninga. Það verði að horfa á málið heildstætt. Ríki og sveitarfélög verði að halda aftur af sér þegar kemur að því að hækka gjaldskrár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi gefið gott fordæmi þegar ákveðið var að draga boðaðar hækkanir til baka um áramót.Hjördís Andrésdóttirafgreiðslustúlka hjá Aktu Taktu Skattalækkanir myndu skila mér einhverju. Tveggja prósenta hækkun skilar litlu fyrir mig nema það sé hægt að hemja verðbólguna. Ég sé ekki tilganginn í því að fá fjögurra til fimm prósenta hækkun og það hverfur allt um leið. Við eigum að fá einhverjar launahækkanir en of miklar hækkanir skila engu öðru en bullandi verðbólgu og ég vil það ekki.Níels Magnússonverkstæðismaður hjá BogL Það þarf bæði að hækka laun og lækka skatta. Annars, ef ég mætti velja þá myndi ég frekar vilja stöðugleika í þjóðfélaginu en hærri laun. Tveggja prósenta launahækkun skilar mér litlu ein og sér. Hún myndi duga fyrir einni eða tveimur pitsum. Það er verið að tala um að launahækkanir hækki verðbólguna en að mínu mati er það fleira sem kemur til og menn verða að hafa það huga.Guðrún Ósk Sæmundsdóttirsaumakona hjá Seglagerðinni Ægi Ég er orðin frekar langeygð eftir því að menn klári samninga. Tveggja prósenta hækkun skilar engu í launaumslagið mitt, það þarf eitthvað meira að koma til. Það þarf að semja um hærri laun og svo þarf að lækka skatta á fólk. Ég hugsa að skattalækkanir myndu koma flestum til góða.Guðmundur Þór Gunnarsson, Guðbjörg Þorbjörnsdóttir og Andrés Hannesson.Guðmundur Þór Gunnarsson þjónn á KoparÉg hef fylgst svolítið með fréttum af kjaraviðræðum en mætti vera duglegri. Tveggja prósenta launa- hækkun er næg hækkun fyrir mig. Ég hef samt ekki reiknað það nákævæmlega út hversu miklu meira ég fengi útborgað. Annars hef ég svo sem ekki spáð mikið í þetta. Maður er alltaf að vinna.Guðbjörg Þorbjörnsdóttir afgreiðslustúlka í ÁrbæjarapótekiÉg myndi vilja að það yrði samið um lækkun skatta í stað kauphækkana. Skattalækkanir myndu koma sér betur fyrir fólk. Kauphækkanir hafa ekki mikið að segja, þær fara beint út í verðlagið, það hækkar allt um leið og búið er að semja. Það liggur við að það sé búið að taka hækkunina af manni áður en maður fær útborgað í fyrsta sinn.Andrés Hannesson starfsmaður hjá VífilfelliEf maður fær tíu þúsund króna launahækkun fer helmingurinn í skatta auk þess sem öll lán hækka og verð á nauðsynjavörum og verðbólgan fer á flug. Ég sé því ekki tilganginn með því að hækka laun. Það sem ég vil er að persónuafslátturinn verði hækkaður og skattar verði lækkaðir. Ég held að það skili launafólki meiru en miklar launahækkanir. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
„Í öllum könnunum sem Efling hefur gert meðal félagsmanna hefur meirihlutinn viljað breytingar á skattkerfinu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um kjarasamningana sem fram undan eru. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að kveðið hafi við nýjan tón þegar menn voru að undirbúa kröfugerð vegna samninganna. „Félagsmenn okkar sögðu að ef launahækkanir færu beint út í verðlagið gæti verið betra að sleppa þeim. Það er krafa um að menn stoppi þessa víxlverkun. Ef launahækkanir fara beint út í verðlagið koma þær í bakið á mönnum,“ segir Þorbjörn.Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Fréttablaðið heimsótti nokkra vinnustaði í gær. Í viðtölum við fólk kom fram að miklar launahækkanir voru ekki efstar á óskalistanum. Fólk taldi að of miklar hækkanir myndu á endanum engu skila. Skatturinn myndi taka sitt, lánin myndu hækka og verðbólgan aukast ef samið yrði um of miklar hækkanir. Margir töldu hækkun persónuafsláttar og lækkun skatta góða leið til að auka kaupmátt. Skattabreytingar myndu skila meiru en beinar launahækkanir. Raunar töldu margir að það gæti verið gott að fara blandaða leið, hækka laun lítillega og breyta skattkerfinu. Flestir töluðu um að ná yrði fram stöðugleika í efnahagslífinu og allir yrðu að leggja sitt af mörkun svo honum yrði náð. „Þegar menn voru að móta kröfugerð vegna samninganna þá var niðurstaðan sú setja ekki fram kröfur um miklar hækkanir heldur frekar að freista þess að auka kaupmáttinn með litlum hækkunum,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Hann segir líka að menn hafi verið að ræða hvort hægt væri að breyta skattkerfinu þannig að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru, það er að lækka skatta á millitekjuhópum um 0,8 prósentustig skili sér til fleiri. „Aukinn persónuafsláttur myndi gera það,“ segir Þorbjörn. Sigurður Bessason segir að atvinnurekendur, launþegar, ríki og sveitarfélög verði að koma að gerð kjarasamninga. Það verði að horfa á málið heildstætt. Ríki og sveitarfélög verði að halda aftur af sér þegar kemur að því að hækka gjaldskrár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi gefið gott fordæmi þegar ákveðið var að draga boðaðar hækkanir til baka um áramót.Hjördís Andrésdóttirafgreiðslustúlka hjá Aktu Taktu Skattalækkanir myndu skila mér einhverju. Tveggja prósenta hækkun skilar litlu fyrir mig nema það sé hægt að hemja verðbólguna. Ég sé ekki tilganginn í því að fá fjögurra til fimm prósenta hækkun og það hverfur allt um leið. Við eigum að fá einhverjar launahækkanir en of miklar hækkanir skila engu öðru en bullandi verðbólgu og ég vil það ekki.Níels Magnússonverkstæðismaður hjá BogL Það þarf bæði að hækka laun og lækka skatta. Annars, ef ég mætti velja þá myndi ég frekar vilja stöðugleika í þjóðfélaginu en hærri laun. Tveggja prósenta launahækkun skilar mér litlu ein og sér. Hún myndi duga fyrir einni eða tveimur pitsum. Það er verið að tala um að launahækkanir hækki verðbólguna en að mínu mati er það fleira sem kemur til og menn verða að hafa það huga.Guðrún Ósk Sæmundsdóttirsaumakona hjá Seglagerðinni Ægi Ég er orðin frekar langeygð eftir því að menn klári samninga. Tveggja prósenta hækkun skilar engu í launaumslagið mitt, það þarf eitthvað meira að koma til. Það þarf að semja um hærri laun og svo þarf að lækka skatta á fólk. Ég hugsa að skattalækkanir myndu koma flestum til góða.Guðmundur Þór Gunnarsson, Guðbjörg Þorbjörnsdóttir og Andrés Hannesson.Guðmundur Þór Gunnarsson þjónn á KoparÉg hef fylgst svolítið með fréttum af kjaraviðræðum en mætti vera duglegri. Tveggja prósenta launa- hækkun er næg hækkun fyrir mig. Ég hef samt ekki reiknað það nákævæmlega út hversu miklu meira ég fengi útborgað. Annars hef ég svo sem ekki spáð mikið í þetta. Maður er alltaf að vinna.Guðbjörg Þorbjörnsdóttir afgreiðslustúlka í ÁrbæjarapótekiÉg myndi vilja að það yrði samið um lækkun skatta í stað kauphækkana. Skattalækkanir myndu koma sér betur fyrir fólk. Kauphækkanir hafa ekki mikið að segja, þær fara beint út í verðlagið, það hækkar allt um leið og búið er að semja. Það liggur við að það sé búið að taka hækkunina af manni áður en maður fær útborgað í fyrsta sinn.Andrés Hannesson starfsmaður hjá VífilfelliEf maður fær tíu þúsund króna launahækkun fer helmingurinn í skatta auk þess sem öll lán hækka og verð á nauðsynjavörum og verðbólgan fer á flug. Ég sé því ekki tilganginn með því að hækka laun. Það sem ég vil er að persónuafslátturinn verði hækkaður og skattar verði lækkaðir. Ég held að það skili launafólki meiru en miklar launahækkanir.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira