Oddný kveður stjórnmálin í vor Eva Bjarnadóttir skrifar 25. nóvember 2013 15:30 Oddný Sturludóttir. Mynd/Valli Oddný Sturludóttir kom ný inn í stjórnmálin árið 2006, þá 29 ára gömul. Hún náði síðan öðru sæti á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnar árið 2010 og hefur verið formaður skóla- og frístundaráðs á kjörtímabilinu. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að breyta til. Stefnuna setur hún á frekara nám. Hún tilkynnir ákvörðun sína sama dag og það ræðst í fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík hvaða aðferð verður valin til að raða á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég hef fundið vaxandi þörf hjá mér til að víkka sjóndeildarhringinn. Borgarstjórn er skemmtilegur vinnustaður og ég er stolt af síðustu misserum og finnst skrefin sem við höfum stigið vera til mikilla bóta. Framfarir og líðan reykvískra barna og unglinga er góð og á skóla- og frístundasviði mælist mikil starfsánægja, sú mesta af öllum sviðum borgarinnar. En það hefur oft verið strembið að ná öllu þessu fram á tímum hagræðingar og aðhalds, ekki síst þar sem mikill vöxtur hljóp í barnahópinn á sama tíma. Það er góð tilfinning að standa upp frá góðum verkum – og þessum ánægjulegu vaxtarverkjum líka."Nett brjálsemi Mörgum hefur fundist pólitíkin í borginni hafi breyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Reyndist það ekki vera hvatning til að halda áfram? „Kjörtímabilið á undan var nett brjálsemi," segir Oddný og hlær. „Það var því áríðandi að mynda starfhæfan og samstilltan meirihluta vorið 2010. En mín persónulega ákvörðun getur aldrei byggst á ástandinu í borginni í dag heldur löngun minni til að njóta þess ævintýris sem lífið er. Það hefur verið gaman og gagnlegt að vinna í meirihlutanum og málefnalega ber ekki skugga á samstarfið. Það má segja að við höfum náð að ?besta jafnaðarstefnuna? og ég er stolt af burðarhlutverki Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu enda höfum við leitt stærstu málaflokkana."Vill sjá sterka skólamanneskju í borgarstjórn Fleiri reyndir sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar hafa tilkynnt að þeir hætti næsta vor og spurst hefur að Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi hugleiði einnig að hætta. Hvaða áhrif telur Oddný að brotthvarf hennar sjálfrar hafi á borgarstjórnarflokkinn? „Það er ekki mitt að meta það. En það er nóg af góðu fólki í Reykjavík til að taka við. Ég myndi vilja sjá sterka skólamanneskju ná sæti í borgarstjórn og hlutur kvenna og karla verður að vera jafn. Ég hef áhyggjur af því hvað ráðamenn og aðrir í samfélaginu leyfa sér að tala niður skólastarf á Íslandi, oft byggt á sleggjudómum og ódýrum tölfræðitúlkunum. Við eigum að skilgreina sérstöðu okkar og styrkleika íslensks skólakerfis. Á þeim grunni eigum við að ræða umbætur og þróun, hvað við viljum halda í, hvað við viljum styrkja og hverju breyta. Þetta tal um lélegan árangur, vondan samanburð og að við fáum „lítið fyrir mikið", þ.e. lítinn árangur fyrir mikið fé, skilar okkur engu nema að draga máttinn úr því starfi sem unnið er. Bestu skólakerfi heims eru þau sem ná að sameina gæði og jöfnuð. Sums staðar eru gæðin í hæstu hæðum, miðað við útkomu í samræmdum mælingum, en lítill jöfnuður. Við viljum ekki líkjast þeim, hins vegar vilja mjög margir líkjast okkur þegar kemur að jöfnuði, hann er okkar styrkleiki." En hvaða hvatningu ætli hún hafi til þeirra sem sem hugleiða, eða hugleiða kannski alls ekki, framboð næsta vor? „Að vera í stjórnmálum er gefandi og skemmtilegt og ég hvet þá sem hafa áhuga á samfélaginu að íhuga stjórnmálaþátttöku og taka þátt. Pólitík er svo miklu meira en sá hráskinnaleikur sem oft birtist fólki í gegnum fjölmiðla. Ég hef eignast marga góða félaga í pólitík en dýrmætust eru kynnin af öllu því frábæra fólki sem starfar í þágu borgarbúa, þar þekki ég best til fólks í skóla- og frístundageiranum. Í raun á ég þeim að þakka löngunina til að læra meira." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Oddný Sturludóttir kom ný inn í stjórnmálin árið 2006, þá 29 ára gömul. Hún náði síðan öðru sæti á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnar árið 2010 og hefur verið formaður skóla- og frístundaráðs á kjörtímabilinu. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að breyta til. Stefnuna setur hún á frekara nám. Hún tilkynnir ákvörðun sína sama dag og það ræðst í fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík hvaða aðferð verður valin til að raða á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég hef fundið vaxandi þörf hjá mér til að víkka sjóndeildarhringinn. Borgarstjórn er skemmtilegur vinnustaður og ég er stolt af síðustu misserum og finnst skrefin sem við höfum stigið vera til mikilla bóta. Framfarir og líðan reykvískra barna og unglinga er góð og á skóla- og frístundasviði mælist mikil starfsánægja, sú mesta af öllum sviðum borgarinnar. En það hefur oft verið strembið að ná öllu þessu fram á tímum hagræðingar og aðhalds, ekki síst þar sem mikill vöxtur hljóp í barnahópinn á sama tíma. Það er góð tilfinning að standa upp frá góðum verkum – og þessum ánægjulegu vaxtarverkjum líka."Nett brjálsemi Mörgum hefur fundist pólitíkin í borginni hafi breyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Reyndist það ekki vera hvatning til að halda áfram? „Kjörtímabilið á undan var nett brjálsemi," segir Oddný og hlær. „Það var því áríðandi að mynda starfhæfan og samstilltan meirihluta vorið 2010. En mín persónulega ákvörðun getur aldrei byggst á ástandinu í borginni í dag heldur löngun minni til að njóta þess ævintýris sem lífið er. Það hefur verið gaman og gagnlegt að vinna í meirihlutanum og málefnalega ber ekki skugga á samstarfið. Það má segja að við höfum náð að ?besta jafnaðarstefnuna? og ég er stolt af burðarhlutverki Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu enda höfum við leitt stærstu málaflokkana."Vill sjá sterka skólamanneskju í borgarstjórn Fleiri reyndir sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar hafa tilkynnt að þeir hætti næsta vor og spurst hefur að Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi hugleiði einnig að hætta. Hvaða áhrif telur Oddný að brotthvarf hennar sjálfrar hafi á borgarstjórnarflokkinn? „Það er ekki mitt að meta það. En það er nóg af góðu fólki í Reykjavík til að taka við. Ég myndi vilja sjá sterka skólamanneskju ná sæti í borgarstjórn og hlutur kvenna og karla verður að vera jafn. Ég hef áhyggjur af því hvað ráðamenn og aðrir í samfélaginu leyfa sér að tala niður skólastarf á Íslandi, oft byggt á sleggjudómum og ódýrum tölfræðitúlkunum. Við eigum að skilgreina sérstöðu okkar og styrkleika íslensks skólakerfis. Á þeim grunni eigum við að ræða umbætur og þróun, hvað við viljum halda í, hvað við viljum styrkja og hverju breyta. Þetta tal um lélegan árangur, vondan samanburð og að við fáum „lítið fyrir mikið", þ.e. lítinn árangur fyrir mikið fé, skilar okkur engu nema að draga máttinn úr því starfi sem unnið er. Bestu skólakerfi heims eru þau sem ná að sameina gæði og jöfnuð. Sums staðar eru gæðin í hæstu hæðum, miðað við útkomu í samræmdum mælingum, en lítill jöfnuður. Við viljum ekki líkjast þeim, hins vegar vilja mjög margir líkjast okkur þegar kemur að jöfnuði, hann er okkar styrkleiki." En hvaða hvatningu ætli hún hafi til þeirra sem sem hugleiða, eða hugleiða kannski alls ekki, framboð næsta vor? „Að vera í stjórnmálum er gefandi og skemmtilegt og ég hvet þá sem hafa áhuga á samfélaginu að íhuga stjórnmálaþátttöku og taka þátt. Pólitík er svo miklu meira en sá hráskinnaleikur sem oft birtist fólki í gegnum fjölmiðla. Ég hef eignast marga góða félaga í pólitík en dýrmætust eru kynnin af öllu því frábæra fólki sem starfar í þágu borgarbúa, þar þekki ég best til fólks í skóla- og frístundageiranum. Í raun á ég þeim að þakka löngunina til að læra meira."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira