Tveir vinir þrífa heimili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Vinirnir Auðbergur Daníel Hálfdánarson og Hafsteinn Ormar Hannesson stofnuðu fyrirtækið Heimilisþrif Mynd / Vilhelm „Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira