Best í heimi í barnsfæðingum Þorgils Jónsson skrifar 22. nóvember 2013 10:19 Íslendingar skara framúr þegar kemur að barnsfæðingum að því sem fram kemur í skýrslu OECD um heilbrigðismál. Hér minnst um ungbarnadauða og flestar ljósmæður. Fréttablaðið/Vilhelm Ástand mála í barnsfæðingum er hvergi betra en á Íslandi, að því er fram kemur í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um heilbrigðismál sem kom út í gær. Úttektin í skýrslunni tekur til 34 aðildarríkja stofnunarinnar allt fram til ársins 2011, en þar má finna margvíslegar upplýsingar um heilbrigðismál. Í skýrslunni sést meðal annars að tíðni ungbarnadauða er lægst á Íslandi, sem svarar 1,6 andlátum á fyrsta ári á hver 1.000 lifandi börn, en auk þess eru börn með lága fæðingarþyngd, undir 2.500 grömmum, líka hlutfallslega fæst hér á landi, eða 3,2 börn á hver 1.000. Til samanburðar er meðaltal OECD-landanna annars vegar 4,1 í ungbarnadauða og hins vegar 6,8 börn sem fæðast innan við 2.500 grömm að þyngd. Síðustu ár hefur ungbarnadauði verið á hröðu undanhaldi í OECD-ríkjunum en hlutfall barna sem fæðast of létt hefur aukist lítillega. Þá vekur líka athygli að hvergi er gripið sjaldnar til keisaraskurðar við fæðingu en einmitt á Íslandi þar sem 14,7% barna fæðast með þeim hætti, samanborið við 27% meðaltal í OECD og allt upp í tæpan helming barna í Tyrklandi og Mexíkó. Þessu tengt, kemur einnig fram í skýrslunni að ljósmæður eru hvergi fleiri en einmitt hér á landi, en hér eru 175 ljósmæður á hverja 100.000 borgara samanborið við OECD-meðaltalið sem er 70 ljósmæður. Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ekki komi á óvart að Ísland komi svo vel út úr samanburðinum, þar sem allt utanumhald um barneignir hér á landi er eins og best verður á kosið. „Við sem komum að þessum málum vinnum öll mjög vel saman og á faglegan hátt,“ segir hún. „Þetta hefur lengi verið í góðum málum hjá okkur. Sérstaklega hvað varðar heimaþjónustuna sem ég held að sé hvergi í heiminum betri en hérna.“ Þá segir Anna að í eftirfylgni með nýburum sé samstarf afar gott milli allra aðila og kerfið þétt þar sem auðvelt er að fá börn lögð inn ef eitthvað kemur upp á. „Svo er mun meiri eftirfylgni í kerfinu sem skilar sér í því að sjaldnar þarf að grípa til keisaraskurða en hér á árum áður.“ Anna segir loks að íslenskar ljósmæður hafi verið afar fljótar að tileinka sér margs konar nýjungar síðustu tuttugu árin. Til dæmis nudd og nálastungur, sem hafi reynst afar vel. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ástand mála í barnsfæðingum er hvergi betra en á Íslandi, að því er fram kemur í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um heilbrigðismál sem kom út í gær. Úttektin í skýrslunni tekur til 34 aðildarríkja stofnunarinnar allt fram til ársins 2011, en þar má finna margvíslegar upplýsingar um heilbrigðismál. Í skýrslunni sést meðal annars að tíðni ungbarnadauða er lægst á Íslandi, sem svarar 1,6 andlátum á fyrsta ári á hver 1.000 lifandi börn, en auk þess eru börn með lága fæðingarþyngd, undir 2.500 grömmum, líka hlutfallslega fæst hér á landi, eða 3,2 börn á hver 1.000. Til samanburðar er meðaltal OECD-landanna annars vegar 4,1 í ungbarnadauða og hins vegar 6,8 börn sem fæðast innan við 2.500 grömm að þyngd. Síðustu ár hefur ungbarnadauði verið á hröðu undanhaldi í OECD-ríkjunum en hlutfall barna sem fæðast of létt hefur aukist lítillega. Þá vekur líka athygli að hvergi er gripið sjaldnar til keisaraskurðar við fæðingu en einmitt á Íslandi þar sem 14,7% barna fæðast með þeim hætti, samanborið við 27% meðaltal í OECD og allt upp í tæpan helming barna í Tyrklandi og Mexíkó. Þessu tengt, kemur einnig fram í skýrslunni að ljósmæður eru hvergi fleiri en einmitt hér á landi, en hér eru 175 ljósmæður á hverja 100.000 borgara samanborið við OECD-meðaltalið sem er 70 ljósmæður. Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ekki komi á óvart að Ísland komi svo vel út úr samanburðinum, þar sem allt utanumhald um barneignir hér á landi er eins og best verður á kosið. „Við sem komum að þessum málum vinnum öll mjög vel saman og á faglegan hátt,“ segir hún. „Þetta hefur lengi verið í góðum málum hjá okkur. Sérstaklega hvað varðar heimaþjónustuna sem ég held að sé hvergi í heiminum betri en hérna.“ Þá segir Anna að í eftirfylgni með nýburum sé samstarf afar gott milli allra aðila og kerfið þétt þar sem auðvelt er að fá börn lögð inn ef eitthvað kemur upp á. „Svo er mun meiri eftirfylgni í kerfinu sem skilar sér í því að sjaldnar þarf að grípa til keisaraskurða en hér á árum áður.“ Anna segir loks að íslenskar ljósmæður hafi verið afar fljótar að tileinka sér margs konar nýjungar síðustu tuttugu árin. Til dæmis nudd og nálastungur, sem hafi reynst afar vel.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira