Með stysta fæðingarorlof á Norðurlöndum Þorgils Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 08:34 Fæðingarorlof er styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Ísland hefur jafnan verið á eftir hinum í þróuninni. Þessi mynd er úr safni. Mynd/Vilhelm Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“ Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fæðingarorlofsmálum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa gaf út árið 2005 segir meðal annars að Ísland hafi, fyrir það fyrsta, verið seint til að setja lög um fæðingarorlof og eins hafi Ísland yfirleitt verið seinna til en hin Norðurlöndin að breyta lögunum og bæta þau. Fyrstu lögin um fæðingarorlof voru sett hér á landi árið 1946, en með þeim fengu allar konur rétt á fæðingarstyrk og eins áttu einstæðar mæður sem unnu úti rétt á aukastyrk í þrjá mánuði. Þá var liðin rúm hálf öld frá því að Noregur setti slík lög, fyrst Norðurlanda, og Danmörk og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið árin 1900 og 1901 áður en Finnland tók skrefið árið 1917. Þá voru Íslendingar síðastir Norðurlandaþjóða til að binda hluta fæðingarorlofs feðrum, en það var árið 1998. Fæðingarorlofsmál voru enn í brennidepli síðasta vetur þegar samþykkt var á Alþingi að lengja fæðingarorlofið í þrepum úr níu mánuðum í tólf mánuði og hækka þakið á mánaðarlegum greiðslum upp í 350.000. Í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 er hins vegar gert ráð fyrir því að lenging orlofsins verði dregin til baka og þakið á greiðslum hækkað um 20.000 á mánuði.Eins og sakir standa er fæðingarorlofið styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku geta foreldrar skipt með sér heilu ári samtals. Konur fá þar fjórar vikur fyrir fæðingu og fjórtán vikur eftir fæðingu, og karlar fá tvær vikur á fyrstu fjórtán vikunum eftir fæðingu. Þess utan geta foreldrar skipt með sér 32 vikum í orlofi. Hluta orlofs má fresta þar til barnið verður níu ára gamalt. Í Svíþjóð fá foreldrar samtals 480 daga í orlof sem skiptist þannig að 60 orlofsdagar eru bundnir hvoru þeirra en restinni geta foreldrarnir skipt á milli sín. Hægt er að nýta orlofið allt þar til barn nær átta ára aldri. Í Noregi er fæðingarorlof 47 vikur ef miðað er við fullar bætur, en þar af eru 14 vikur bundnar feðrum og falla niður ef þeir nýta þær ekki. Í Finnlandi fá konur fjögurra mánaða leyfi sem hefst í síðasta lagi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Þá eiga feður í sambúð með mæðrum rétt á 54 dögum í orlof og foreldrarnir eiga sameiginlega um hálft ár sem þeir geta ráðstafað eftir hentugleik. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé vissulega styttra hér en á hinum Norðurlöndunum séu margar hliðar á þessum málum. „Til dæmis eru það bara Norðmenn sem standa okkur framar hvað varðar sérstakt orlof bundið feðrum, en svo er álitaefni hversu fæðingarorlof eiga að vera löng, með tilliti til fjarveru frá vinnumarkaði og framgöngu í starfi.“ Kristín segir að fæðingarorlof hér á landi sé of stutt. „Það ætti að vera heilt ár og skiptast jafnt milli foreldra, en hins vegar liggur frekar á því að hækka þakið, sem hefur orðið til þess að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Svo þegar ástandið skánar verði orlofið lengt.“
Tengdar fréttir Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Feður taka síður fæðingarorlof Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili. 23. október 2013 08:58