Lánshæfismat Kópavogs er áfram í B+ Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 12:55 Á næsta ári gerir Kópavogsbær ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna. Fréttablaðið/Vilhelm Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ og horfur stöðugar, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. Einkunnin er óbreytt frá því í júní þegar hún var hækkuð úr B í B+. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í nýja matinu. Þar er líka tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. „Aðeins um 1,5 prósnet skulda eru nú í erlendum myntum,“ segir í tilkynningu bæjarins. Þá er bent á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017,“ segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“ Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að Kópavogur hafi verið fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ og horfur stöðugar, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. Einkunnin er óbreytt frá því í júní þegar hún var hækkuð úr B í B+. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í nýja matinu. Þar er líka tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. „Aðeins um 1,5 prósnet skulda eru nú í erlendum myntum,“ segir í tilkynningu bæjarins. Þá er bent á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017,“ segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“ Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að Kópavogur hafi verið fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira