Innlent

Tímabil í stjórnmálasögunni sem vísað verður til

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir að 
stjórnmálamenn eiga að skapa og hafa tengsl við fólk. Þeir eiga að fjalla um hugmyndir, strauma og stefnur.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir að stjórnmálamenn eiga að skapa og hafa tengsl við fólk. Þeir eiga að fjalla um hugmyndir, strauma og stefnur.
„Jón Gnarr sýndi fram á að menn þurfa ekki að vera sérfræðingar í pólitík til að geta komið fram og orðið fulltrúar fyrir hóp sem fól þeim umboð í kosningum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands.

Hún segir að henni hafi þótt það góð lína hjá Jóni Gnarr að fela embættismönnum verkefni sem áður voru á hendi borgarstjóra.



„Stjórnmálamenn eiga að skapa og hafa tengsl við fólk. Þeir eiga að fjalla um hugmyndir, strauma og stefnur,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hins vegar telja að það þurfi meira en einn mann til að koma á varanlegum breytingum í stjórnkerfi borgarinnar.

„Það er hins vegar ekki hægt að líta fram hjá því að Jón Gnarr hefur notið vinsælda sem stjórnmálamaður. Ég held að hann hafi markað spor og hann náði að marka þau vegna þess að við vorum að ganga í gegnum sérstaka tíma í íslenskri efnahags- og stjórnmálasögu. Það myndaðist gluggi til að gera eitthvað nýtt. Það nýtti Jón Gnarr sér með grínið að vopni.

Menn eiga eftir að vísa til þessa tímabils sem Jón Gnarr var borgarstjóri og þeirrar nálgunar sem hann hafði á embættið,“ segir Sigurbjörg enn fremur.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×