Innlent

Normaður vann samkeppni á Héraði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Styrkja á ímynd Dyrfjalla og Stórurðar.
Styrkja á ímynd Dyrfjalla og Stórurðar. Mynd/Ísak Örn
Norski arkitektinn Eirik Rønning Andersen sigraði í hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og nágrenni Dyrfjalla að því er segir á vef Fljótsdalshéraðs.



Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur stóðu fyrir samkeppninni. Markmiðið var að styrkja ímynd Dyrfjalla og Stórurðar sem ferðamannastaðar og bæta aðgengi göngufólks.

Verðlaunin voru ein milljón króna og veitti Andersen þeim viðtöku í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×