Innlent

Lundey tók niður í Breiðafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lundey er nú á akranesi þar sem beðið er eftir varahlutum.
Lundey er nú á akranesi þar sem beðið er eftir varahlutum. Mynd/Stefán Karlsson
Lundey NS, fjölveiðiskip HB Granda tók niður í Breiðafirði síðastliðinn sunnudag. Tvö botnstykki fyrir asdic sónartæki skemmdust og smá dæld kom á svokallaðan kassakjöl. Frá þessu er sagt á vef HB Granda.

Skipið losnaði eftir að sjó var dælt úr kjölfestutönkum en atvikið átti sér stað er skipið var að síldveiðum á Hofsstaðavogi. Aðstæður þar eru mjög erfiðar fyrir skip með stórar nætur. Verið var að undibúa fyrsta kast veiðiferðarinnar þegar slysið varð og nótin ekki komin í sjó. Reiknað er mað að Lundey komist aftur til veiða um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×