Innlent

Skoðuðu mál íslenskrar móður

Valur Grettisson skrifar
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Umkvartananefnd á vegum Evrópuþingsins (PETI) komst að þeirri niðurstöðu að lög um foreldraábyrgð í Danmörku mismuni mæðrum af erlendum uppruna og geti haft skaðleg áhrif á börn.

Meðal mála sem nefndin kannaði var mál íslenskrar móður sem nam dætur sínar tvær á brott frá Danmörku fyrir skömmu.

Nefndin kannaði kvartanir vegna laga um forræðismál í Danmörku og meðal annars er niðurstaðan sú að kerfið mismuni mæðrum sem ekki eru danskar og verði til þess að þær missi forræði til barnsfeðra sinna, sem hafi jafnvel beitt börnin ofbeldi.

Lögin gera að skyldu að báðir foreldrar hafi umgengni við börnin en nefndin telur að það geti haft öfugsnúin áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×