Krabbameinssjúklingar bíða vikum saman eftir fyrsta viðtali hjá lækni Haraldur Guðmundsson skrifar 21. október 2013 05:45 Á lyflækningadeild krabbameina sinna fjórir læknar starfi sem átta sinntu áður segir Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. „Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira