Krabbameinssjúklingar bíða vikum saman eftir fyrsta viðtali hjá lækni Haraldur Guðmundsson skrifar 21. október 2013 05:45 Á lyflækningadeild krabbameina sinna fjórir læknar starfi sem átta sinntu áður segir Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. „Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira