Innlent

Fossar og fuglarnir smáu

Hraunfossar
Lesendum Vísis og dómnefnd þótti mynd Margrét Elfu Jónsdóttur sú besta af þeim haustmyndum sem sendar voru inn.
Hraunfossar Lesendum Vísis og dómnefnd þótti mynd Margrét Elfu Jónsdóttur sú besta af þeim haustmyndum sem sendar voru inn.
„Þessa mynd tók ég á bakaleiðinni úr ferð með ljósmyndaklúbbnum mínum á Snæfellsnesið. Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun en byrjaði ekki af fullum krafti fyrr en mér var boðið í klúbbinn fyrir um fimm árum,“ segir Margrét Elfa Jónsdóttir, sigurvegari í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins, þar sem þemað var haust.

Svo skemmtilega vill til að Margrét Elfa og Agnes Heiða Skúladóttir, sigurvegari í síðustu ljósmyndakeppni blaðsins þar sem þemað var útivist, eru báðar meðlimir í ljósmyndaklúbbnum Álfkonur á Akureyri. Það er átján kvenna hópur sem hittist reglulega, ræðir um hluti tengda ljósmyndun og heldur sýningar af og til.

Alls bárust 1345 í keppnina en þátttakendur hlóðu upp myndum sínum á ljosmyndakeppni.visir.is og á Facebook-síðu Fréttablaðsins. Lesendur kusu bestu myndina og gildir niðurstaðan í kosningunni helming á móti áliti dómnefndar blaðsins, sem skipuð er þeim Ólafi Stephensen ritstjóra, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.

Róbert Beck hlýtur annað sætið fyrir þessa mynd.

 Ljósmynd Kristjáns H. Svavarssonar varð í þriðja sæti.

Kristján L. Möller tók myndina í 4. sæti.

Snorri Páll Þórðarson á myndina í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×