Innlent

Unglingar sitja nefndarfundi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ísak Arnar Kolbeinsson, sem situr við borðsendann til hægri sat fund skólanefndar Seltjarnarness í gær.
Ísak Arnar Kolbeinsson, sem situr við borðsendann til hægri sat fund skólanefndar Seltjarnarness í gær. Mynd/Seltjarnarnesbær
Tímamót voru á Seltjarnarnesi í gær þegar fulltrúi Ungmennaráðs sat sinn fyrsta nefndarfund á vegum bæjarins.

„Nýlega samþykkti bærinn að Ungmennaráð Seltjarnarness skyldi eiga fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt. Seltjarnarnesbær er eitt fárra bæjarfélaga á landinu til að efla þátttöku ungmenna og hlýða á þeirra sjónarmið í mikilvægum bæjarmálum með þessum hætti,“ segir í tilkynningu frá bænum.

Með þessu eigi að auka lýðræði, stuðla að gagnsæjum vinnubrögðum og hvetja til opinna skoðanaskipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×