Innlent

Aðsend grein braut gegn lögum

Valur Grettisson skrifar
Neytendastofa hefur úrskurðað að blaðagrein Játvarðar brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Neytendastofa hefur úrskurðað að blaðagrein Játvarðar brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
„Mér finnst það náttúrulega ótrúlegt að það sé hægt að úrskurða svona grein ólögmæta,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri símafyrirtækisins Hringdu.

Neytendastofa úrskurðaði á mánudaginn að aðsend grein, sem Játvarður skrifaði í Morgunblaðið á síðasta ári, væri brotleg gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Í greininni eru gerðar athugsemdir við þjónustu Símans og fleiri símafyrirtækja, því velt upp að verðsamráð sé á netmarkaði og fjallað um þjónustu Hringdu. Neytendastofa telur greinina vera samanburðarauglýsingu gagnvart þjónustu Símans, sem kærði Hringdu vegna greinarinnar. Þá voru auglýsingar Hringdu einnig úrskurðaðar brotlegar.

Meðal þess sem Játvarður skrifar um er skoðun hans á ljósleiðurum og ljósneti. „Ef ég væri til að mynda að flytja bíla til landsins, og mér fyndist Samskip betra en Eimskip, mætti ég þá ekki tjá mig um það hvort mér fyndist betra?“ spyr Játvarður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×