Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Valur Grettisson skrifar 4. október 2013 07:00 Whole Foods Market Bandaríska heilsukeðjan er gríðarlega stór. „Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent