Innlent

Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir

MYND/Valli
Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina.

Bíllinn lenti á ljósastaur og fór svo nokkrar veltur áður en hann hafnaði utan vegar. Ökumaður, hins bílsins, stakk af slysstað en gaf sig svo fram við lögreglu nokkrum klukkutímum síðar. Ökumaðurinn sem lenti í slysinu er 67 ára gamall en hinn ökumaðurinn er 25 ára gamall samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Árétting: Upphaflega var tekið fram í fréttinni að maðurinn hefði verið 64 ára gamall. Það var ekki rétt. Maðurinn er fæddur árið 1944 og því 67 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×