Innlent

Meint vændiskona kom 30 sinnum til Íslands á fimm árum

Þorgils Jónsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar mál konu sem er talin hafa komið um 30 sinnum til landsins í þeim tilgangi að stunda hér vændi. Hún er laus úr gæsluvarðhaldi en hefur verið úrskurðuð í farbann til 20. þessa mánaðar.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar mál konu sem er talin hafa komið um 30 sinnum til landsins í þeim tilgangi að stunda hér vændi. Hún er laus úr gæsluvarðhaldi en hefur verið úrskurðuð í farbann til 20. þessa mánaðar. Fréttablaðið/GVA
Konan sem handtekin var í lok síðasta mánaðar vegna rannsóknar á meintri vændisstarfsemi er talin hafa komið hingað til lands um það bil þrjátíu sinnum á um fimm ára tímabili, í þeim tilgangi að stunda hér vændi, að því er heimildir Fréttablaðsins herma.

Konan, sem er frá Lettlandi og tæplega fertug að aldri, var handtekin vegna gruns um að hún tengdist mansalsstarfsemi og stæði að flutningi ungra kvenna til landsins vegna vændisstarfa. Síðar kom í ljós að hún hefði sjálf stundað vændi undir mismunandi nöfnum. Hún auglýsti þjónustu sína meðal annars undir formerkjum nuddstarfsemi.

Ásamt henni var íslenskur karlmaður á svipuðum aldri handtekinn en hann er talinn hafa aðstoðað konuna við starfsemina.Þau voru dæmd í vikulangt gæsluvarðhald en var sleppt úr haldi á föstudag. Konan var úrskurðuð í farbann til 20. september.

Lögreglan á Suðurnesjum, sem hefur rannsókn málsins með höndum, yfirheyrði nokkra tugi meintra viðskiptavina konunnar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×