Innlent

Þór Óliver ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum

Stígur Helgason skrifar
Þór Óliver Gunnlaugsson
Þór Óliver Gunnlaugsson
Dómsmál Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Þór Óliver Gunnlaugssyni, sem áður hét Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, fyrir hótanir í garð lögreglumanna sem höfðu afskipti af honum þegar hann var staddur í annarlegu ástandi inni á bensínstöð. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum.

Þór Óliver, þá Þórhallur Ölver, fékk sextán ára fangelsisdóm árið 2000 fyrir að bana Agnari W. Agnarssyni. Árið 2004 fékk hann svo tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir skjalafals og að reyna að svíkja fé út úr dánarbúi Agnars. Árið 1995 hafði Þórhallur fengið einn þyngsta dóm Íslandssögunnar fyrir fjársvik, þrjú ár í máli sem kennt var við fyrirtækið Vatnsberann.

Síðan hefur hann fengið fjölda styttri dóma. Hann strauk af Litla-Hrauni í júlí 2011 en var veitt reynslulausn árið eftir. Þá átti hann 2.075 daga eftir óafplánaða, sem eru tæp sex ár. Hann hefur nú hafið afplánun eftirstöðva þessara eldri dóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×