Innlent

Lítið hillupláss í skjalageymslum

Nanna Elísabet Jakobsdóttir skrifar
Bæjarstjóri Ísafjarðar kannar nú lausnir á litlu hilluplássi í Stjórnsýsluhúsi.
Bæjarstjóri Ísafjarðar kannar nú lausnir á litlu hilluplássi í Stjórnsýsluhúsi.
Hillupláss er af skornum skammti í skjalageymslum Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsi.

Nauðsynlegt þykir að bregðast við í málinu svo að hægt sé að tryggja örugga varðveislu skjala bæjarins samkvæmt kröfum þeim sem gerðar eru til skjalasafna.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs síðastliðinn mánudag.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóranum, Daníel Jakobssyni, að kanna málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×