Lífið

Kandífloss og pönnukökur

Rannveig Ásgeirsdóttir er búin að lofa að það verði gott veður á laugardaginn þegar Hamraborgarhátíðin verður haldin í fjórða sinn.
Rannveig Ásgeirsdóttir er búin að lofa að það verði gott veður á laugardaginn þegar Hamraborgarhátíðin verður haldin í fjórða sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán
„Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð til þess að auka gleðina og gleðjast saman í hjarta Kópavogs,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastýra Hamraborgarhátíðarinnar sem fer fram í fjórða sinn í Kópavogi í dag.



Hátíðin í ár verður með fjölbreyttu sniði þar sem boðið verður upp á fjöldann allan af skemmtiatriðum. „Við verðum með skottsölu og verða hvorki meira né minna en 70 bílar boðað komu sína. Skottsalan er rosalega vinsæl og það er alltaf spennandi að sjá hvað fólk kemur með til þess að selja.

Það verður einnig pönnukökubaksturskeppni, Sirkus Íslands verður með stórkostlegt atriði, Björn Thoroddsen kynnir á örtónleikum djass- og blúshátíð sína, verslanir og hönnuðir í Hamraborginni ætla að vera með tilboð og bjóða upp og Stefán Karl mætir með kandíflossvagninn.

Hann þarf ekki að borga stöðuleyfi hjá okkur,“ segir Rannveig og hlær.

Að lokum segir Rannveig að hátíðin hafi verið vel sótt undanfarin ár og hún búist við miklum fjölda í dag. „Ég lofaði góðu veðri og vona að verðustofan bakki mig upp með það, segir hún að lokum glöð í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.