Umferðarmenningin hefur farið batnandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn og Rannveig Þórisdóttir stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir tölurnar. Fréttablaðið/ÓKÁ „Samstillt átak lögreglu og fjölda annara hefur náð til ökumanna,“ segir Rannveig Þórisdóttir, stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig og Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hafa tekið saman skýrslu þar sem leitað er skýringa á umtalsverðri fækkun umferðarslysa síðustu ár. Samanteknar tölur sýna að frá árinu 2008 hefur slysum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 30 prósent og um 32 prósent á landinu öllu. Þá hefur slösuðum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 37 prósent og um 34 prósent annars staðar. „Þetta er þróun sem virðist halda sér nokkurn vegin inn í 2013, þótt greina megi einhverja aukningu slysa í ár,“ segir Kristján. Með skýrlunni er brugðist við almennum skýringum sem kastað hefur verið fram um orsök fækkunar slysa, til dæmis að hærra eldsneytisverð hafi kallað fram samdrátt í umferð og breytt aksturslag. „Það er ekki að umferðarþungi skipti þarna máli. Hann hefur sveiflast og er sá sami 2012 og 2008 um leið og slysum hefur fækkað,“ segir Kristján. Vitnað er til talna Umferðarstofu sem sýni að flest slys megi rekja til gáleysis ökumanna eða rangra aðgerða þeirra. Þar eru undir þættir á borð við akstur undir áhrifum og of hraður akstur. Tölurnar sýni hins vegar að slysum vegna áhættuhegðunar hafi fækkað mjög. Til dæmis er 44 prósenta fækkun slysa þar sem ekið var gegn rauðu ljósi. Þá hefur slysum ungra ökumanna fækkað jafnt og þétt. Slys í þeim hópi hafi verið tæplega 60 prósent færri árið 2012 en 2007. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem orsakaþátt, líklegra að þarna spili saman fleiri þættir,“ segir Rannveig. Þar nefna þau meðal annars aukið og breytt eftirlit þar sem áhersla hafi verið lögð á sýnileika lögreglu. Sömuleiðis geti spilað inn í breytt lagaumhverfi varðandi punktasöfunun og akstursbann ungra ökumanna og breytingar á tilhögun ökukennslu. Ekki sé til dæmis loku fyrir það skotið að um leið og æfingaakstur með forráðamanni geri ökunema gott, þá sé í því falin ákveðin endurmenntun fyrir reyndari ökumanninn. Kristján bendir líka á að vegbætur á stöðum þar sem slys hafi verið tíð skipti líka miklu máli. Dæmi séu um dramatíska fækkun slysa með því einu að koma fyrir hringtorgi. „Ökumenn eru orðnir betri en áður, bæði ábyrgari og varkárari og við stöndum vel í samanburði við Norðurlöndin,“ segir Kristján. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Samstillt átak lögreglu og fjölda annara hefur náð til ökumanna,“ segir Rannveig Þórisdóttir, stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig og Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hafa tekið saman skýrslu þar sem leitað er skýringa á umtalsverðri fækkun umferðarslysa síðustu ár. Samanteknar tölur sýna að frá árinu 2008 hefur slysum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 30 prósent og um 32 prósent á landinu öllu. Þá hefur slösuðum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 37 prósent og um 34 prósent annars staðar. „Þetta er þróun sem virðist halda sér nokkurn vegin inn í 2013, þótt greina megi einhverja aukningu slysa í ár,“ segir Kristján. Með skýrlunni er brugðist við almennum skýringum sem kastað hefur verið fram um orsök fækkunar slysa, til dæmis að hærra eldsneytisverð hafi kallað fram samdrátt í umferð og breytt aksturslag. „Það er ekki að umferðarþungi skipti þarna máli. Hann hefur sveiflast og er sá sami 2012 og 2008 um leið og slysum hefur fækkað,“ segir Kristján. Vitnað er til talna Umferðarstofu sem sýni að flest slys megi rekja til gáleysis ökumanna eða rangra aðgerða þeirra. Þar eru undir þættir á borð við akstur undir áhrifum og of hraður akstur. Tölurnar sýni hins vegar að slysum vegna áhættuhegðunar hafi fækkað mjög. Til dæmis er 44 prósenta fækkun slysa þar sem ekið var gegn rauðu ljósi. Þá hefur slysum ungra ökumanna fækkað jafnt og þétt. Slys í þeim hópi hafi verið tæplega 60 prósent færri árið 2012 en 2007. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem orsakaþátt, líklegra að þarna spili saman fleiri þættir,“ segir Rannveig. Þar nefna þau meðal annars aukið og breytt eftirlit þar sem áhersla hafi verið lögð á sýnileika lögreglu. Sömuleiðis geti spilað inn í breytt lagaumhverfi varðandi punktasöfunun og akstursbann ungra ökumanna og breytingar á tilhögun ökukennslu. Ekki sé til dæmis loku fyrir það skotið að um leið og æfingaakstur með forráðamanni geri ökunema gott, þá sé í því falin ákveðin endurmenntun fyrir reyndari ökumanninn. Kristján bendir líka á að vegbætur á stöðum þar sem slys hafi verið tíð skipti líka miklu máli. Dæmi séu um dramatíska fækkun slysa með því einu að koma fyrir hringtorgi. „Ökumenn eru orðnir betri en áður, bæði ábyrgari og varkárari og við stöndum vel í samanburði við Norðurlöndin,“ segir Kristján.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira