Segir öryggi Eyjamanna stefnt í voða verði skurðstofu lokað Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. ágúst 2013 07:30 Elliði Vignisson Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“ Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira