Segir öryggi Eyjamanna stefnt í voða verði skurðstofu lokað Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. ágúst 2013 07:30 Elliði Vignisson Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent