Lífið

Julie Harris látin

Julie Harris var ein af ástsælustu leikkonum á Broadway.
Julie Harris var ein af ástsælustu leikkonum á Broadway. nordicphotos/getty
Leikkonan Julie Harris er látin, 87 ára að aldri.

Harris var fræg fyrir leik sinn sem Sally Bowles í leikritinu I Am a Camera og sem Emily Dickinsson í leikritinu The Belle of Amherst.

Harris vann til fjölda verðlauna á leiklistarferli sínum en hún vann fimm sinnum hin virtu Tony-leiklistarverðlaun sem besta leikkonan.

Harris verður minnst sem einnar af ástsælustu leikkonum Broadway en hún lék í yfir 60 ár samfleytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.