Innlent

Hafnfirskir krakkar vilja tekið á einelti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ungmennaráð Hafnarfjarðar vill að einelti  verði upprætt.
Ungmennaráð Hafnarfjarðar vill að einelti verði upprætt. Fréttablaðið/GVA
Krakkar í ungmennaráði Hafnarfjarðar segja oft ekki tekið nógu vel á einelti í skólum. Ekki dugi að tala bara við viðkomandi krakka sjálfa.

„Þegar einelti kemur upp þá ætti fyrst og fremst að fá fund með foreldrum fórnalambs og foreldra gerenda eða gerendur og fá krakkana til að mæta líka en ekki byrja á því að tala við krakkana eina það gerir oftast bara verra því eftir þennan „fund“ þá fara krakkarnir oftast að tala saman og byrja af hverju sagðir þú þetta og svo frammvegis,“ segir í fundargerð ungmennaráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×