Lífið

Þolir ekki R-Patz

Robert Pattinson er ekki hrifinn af gælunafninu R-Patz.
Robert Pattinson er ekki hrifinn af gælunafninu R-Patz. Nordicphotos/getty
Leikarinn Robert Pattinson er gjarnan nefndur R-Patz af slúðurmiðlum vestanhafs. Leikarinn kveðst hafa ímugust á gælunafninu og kann upphafsmanni þess litlar þakkir.

„Ég gæti lamið þann sem byrjaði á þessu,“ sagði Pattinson, sem segist vita hver fann upp á nafninu. „Hann er bloggari,“ sagði leikarinn og á við bloggarann Perez Hilton.

Pattinson er nú við tökur á kvikmyndinni Maps to the Stars ásamt Julianne Moore, John Cusack og áströlsku leikkonunni Miu Wasikowska. Myndin er í leikstjórn David Cronenberg, en þeir Pattinson unnu einnig saman að gerð myndarinnar Cosmopolis frá árinu 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.