Lífið

Svakaleg Madonna

Madonna birti þessa mynd af sér á Instagram.
Madonna birti þessa mynd af sér á Instagram. mynd/instagram
Drottning poppsins, Madonna, hélt upp á 55 ára afmæli sitt í Frakklandi á dögunum. Söngkonan blés til heljarinnar veislu og var þema afmælisins í anda frönsku drottningarinnar, Marie Antoinette.

Myndir úr afmælinu fara nú sem eldur í sinu um netheima þar sem dívan sést í fjólubláu lífstykki, með hárkollu og hjartalaga lepp fyrir auganu. Madonna sá til þess að afmælisgestir færu saddir heim og bauð hún upp á skærbleika köku sem hún lét franska lúxusbakaríð Ladurée sjá um.

Afmælisgestirnir mættu að sjálfsögðu allir í sínu fínasta pússi og var staðurinn skreyttur í bak og fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.