Lífið

Heilsuhelgi á Sólheimum

Ása Ottesen skrifar
Gyða Dröfn, Margrét Alice og Albert standa fyrir heilsuhelgi á Sólheimum.
Gyða Dröfn, Margrét Alice og Albert standa fyrir heilsuhelgi á Sólheimum. mynd/árni sæberg
„Þetta verður heil helgi af lífrænum og ljúffengum mat, hugleiðslu, jóga og hreyfingu,“ segir Margrét Alice Birgisdóttir, NLP heilsumarkþjálfi, sem stendur fyrir heilsuhelgi ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingi og jógakennara og Alberti Eiríkssyni ástríðukokki.

Á heildina litið er heitið á heilsuhelgi sem fer fram á Sólheimum í Grímsnesi. „Við reynum að varpa ljósi á hvar einstaklingurinn er staddur í dag og hvert hann stefnir. Við vinnum út frá markþjálfun og viljum fá fólk til þess að setja sér markmið og vinna í verðgildum sínum. Það er mjög algengt að fólk eyði of miklum tíma í það sem skiptir ekki máli og þar með er lítill tími fyrir jákvæða og heilbrigða hluti í lífi fólks. “

„Við vorum með námskeið í júní sem heppnaðist það vel að við ætlum að gera þetta aftur í haust,“ segir Margrét að lokum. Boðið er upp á tvær helgar í september, helgina 12.-15 og 26.-29. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.