Lífið

Áhorfendur bauluðu á Beyonce

Baulað var á söngkonuna vegna hálftíma seinkunar.
Baulað var á söngkonuna vegna hálftíma seinkunar. nordicphotos/getty
Áhorfendur á V Festival í Bretlandi bauluðu á söngkonuna Beyoncé áður en hún steig á svið á sunnudagskvöld. Hún mætti hálftíma of seint og féll það illa í kramið hjá tónleikagestum.

Vegna seinkunarinnar urðu tónleikarnir styttri en ella og voru aðeins um 70 mínútna langir. Þetta var önnur tónlistarhátíð Beyoncé í Evrópu á þessu ári og söng hún lög frá öllum ferli sínum en einnig I Will Always Love You sem Whitney Houston gerði ódauðlegt.

Samkvæmt frétt Nme.com skipti Beyoncé fimm sinnum um klæðnað á meðan á tónleikunum stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.